Enski boltinn

Marlon sagður hafa nefbrotið konu á skemmtistað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King.
Marlon King. Nordic Photos / AFP

Nú standa yfir réttarhöld á leikmanni Wigan, Marlon King, en honum er gefið að sök að hafa veist að konu á skemmtistað í Lundúnum.

Samkvæmt vitnisburði konunnar mun King hafa snert hana með kynferðislegum hætti. Þegar hún gerði honum ljóst að hún vildi ekkert með hann hafa sagði hann:

„Veistu ekki hver ég er? Ég er milljónamæringur." Því næst mun hann hafa nefbrotið konuna með einu höggi.

Vörn King byggir á því að konan og vitnin á staðnum hafi farið í mannavillt. Hann sé alls ekki sekur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×