„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 11:01 Blær blæs nýjum og ferskum blæ í lið Leipzig. leipzig Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira