Enski boltinn

Sektaður fyrir Twitter-færslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jozy Altidore í leik með Hull.
Jozy Altidore í leik með Hull. Nordic Photos / Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Jozy Altidore, leikmaður Hull City í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið sektaður af félaginu fyrir að óviðeigandi færslu á twitter-síðunni sinni.

Altidore greindi frá því að hann var ekki valinn í byrjunarliðið fyrir leik Hull og Portsmouth um helgina þar sem hann mætti of seint á æfingu.

„Apologize to all of you. I showed up late. Made a big mistake I'm very very sorry," skrifaði Altidore en færslan hefur nú verið fjarlægð af síðunni hans.

„Hvað mig varðar eru þetta upplýsingar sem eiga heima innan félagsins. Ástæður þess að hann var settur á bekkinn eru okkar mál," sagði Phil Brown, stjóri Hull, um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×