Fleiri fréttir

Yfirsjúkraþjálfari Portsmouth: Hermann getur verið harðhentur

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur ekkert getað leikið með Portsmouth á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla en Gary Sadler, yfirsjúkraþjálfari Portsmouth, segir í viðtali við pfcTV að Hermann eigi ekki langt í land með að verða leikfær á nýjan leik.

Aron Einar: Ég tel mig vera mjög heppinn

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry fór meiddur af velli í leik gegn Sheffield Wednesday á dögunum eftir ljóta tæklingu og í fyrstu var talið að um fótbrot væri að ræða. Nú hefur skoðun hins vegar leitt í ljós að meiðslin áttu ekki að halda Akureyringnum lengi utan vallar.

Stóri Sam brjálaður vegna ummæla Trapattoni

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, er allt annað en sáttur með landsliðsþjálfarann Giovanni Trapattoni hjá Írlandi vegna ummæla Ítalans um miðjumanninn Steven Reid hjá Blackburn.

Neville ekki í neinum hefndarhug

Man. Utd tapaði báðum leikjum sínum gegn Liverpool í fyrra og Gary Neville segist svo sem vel geta lifað með því að tapa aftur báðum leikjunum í ár gegn liðinu svo framarlega sem það verði United sem hampi bikarnum í lok leiktíðar.

Terry efast um styrkleika Liverpool

John Terry, fyrirliði Chelsea, er á því að Liverpool hafi ekki yfir að ráða eins sterkum leikmannahópi og Chelsea og hann efast um hvort hópurinn sé nógu góður yfir höfuð.

Rio býst við brjáluðu Liverpool-liði

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, býst við ekki við neinu öðru en sterku Liverpool-liði um helgina þó svo liðinu hafi gengið flest í mót í upphafi tímabilsins.

Robert Huth dæmdur í þriggja leikja bann

Varnarmaðurinn Robert Huth hjá Stoke hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir viðskipti sín við Matthew Upson, varnarmann West Ham, í leik liðanna um síðustu helgi.

Chelsea vill láta fresta banninu

Chelsea hefur farið fram á að banni FIFA verði frestað þar til að niðurstaða fæst í málið frá alþjóðlegum áfrýjunardómstóli íþróttamála, CAS.

Ferguson fannst mikið til Akinfeev koma

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, lýsti yfir hrifningu sinni á Igor Akinfeev, markverði CSKA Moskvu, eftir leik liðanna á miðvikudagskvöldið.

Strachan að taka við Boro

Fastlega er búist við því að enska B-deildarfélagið Middlesbrough muni tilkynna fyrir helgi að Gordon Strachan hafi tekið við liðinu.

Barcelona ekki á eftir Robinho

Barcelona hefur gefið það út að félagið sé ekki á höttunum eftir Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City. Robinho hefur þráfaldlega verið orðaður við liðið síðustu vikur.

Carragher: Flott að fá leik gegn United núna

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að það afar gott að fá leik gegn Man. Utd um helgina. Sigur í slíkum leik geti lyft liðinu aftur upp og komið því á skrið.

Gillett stendur með Benitez

Þrátt fyrir afleitt gengi Liverpool í upphafi leiktíðar þá hefur George Gillett, annar eigandi Liverpool, sent frá sér stuðningsyfirlýsingu til handa Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

Aquilani spilaði með varaliði Liverpool í kvöld

Alberto Aquilani klæddist loksins treyju Liverpool í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri varaliðs félagsins gegn Sunderland en Guðlaugur Victor Pálsson var ekki með Liverpool að þessu sinni.

Meistaradeildin: Úrslit og markaskorarar

Þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í kvöld með átta leikjum í riðlum a til d. Ensku félögin Chelsea og Manchester United héldu sigurgöngu sinni áfram en Chelsea vann Atletico Madrid á heimavelli og United vann CSKA Moskva á útivelli.

Ian Rush: Það á ekki að reka Benitez

Liverpool-goðsögnin Ian Rush er ekki á því að það sé skynsamlegur leikur hjá Liverpool að víkja Rafa Benitez úr stóli knattspyrnustjóra þrátt fyrir afleitt gengi í upphafi tímabils.

Mikill áhugi hjá Íslendingum á Liverpool-sundboltum

Það er ekki bara á Englandi þar sem menn slást um að eignast rauðan Liverpool-sundbolta. Starfsmenn Jóa Útherja hafa ekki haft undan að svara símtölum frá áhugasömum Íslendingum sem vilja einnig eignast eitt stykki af þessum frægu boltum.

Styttist í Neville

Stutt er í að Phil Neville geti byrjað að æfa á ný eftir að hann hlaut hnémeiðsli í leik með Everton í september síðastliðnum.

Mikil meiðslavandræði hjá Liverpool

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi aldrei upplifað aðra eins meiðslakrísu á sínum fimm árum hjá félaginu og nú.

Heskey orðaður við Blackburn

Emile Heskey er væntanlega á förum frá Aston Villa og á meðal þeirra sem hafa mikinn áhuga á að klófesta framherjann er Sam Allardyce, stjóri Blackburn.

Leicester á eftir Edgar Davids

Knattspyrnustjóri Leicester City, Nigel Pearson, hefur staðfest að félagið sé á eftir hollenska knattspyrnumanninum Edgar Davids.

Mascherano styður Benitez

Það er heldur betur farið að hitna undir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, eftir fjórða tap Liverpool í röð. Hann er þó ekki án stuðningsmanna og þar á meðal er Javier Mascherano sem segir hann hafa sinn stuðning sem og annarra leikmanna liðsins.

Enska b-deildin: Ívar sá rautt í tapleik Reading

Íslendingarnir í ensku b-deildinni áttu ekki góðan dag þegar heil umferð var leikinn í kvöld. Reading tapaði 4-1 gegn QPR en Ívar Ingimarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-0 fyrir QPR en Ben Watson hjá QPR hafði fengið rautt spjald eftir hálftíma leik.

Myndband Englendinga vegna HM 2018

Eins og kunnugt er þá er England eitt þeirra landa sem hefur sótt um að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018. Þó enn sé langt í mótið er baráttan um að halda keppnina þegar hafin.

SMS-óður Heskey fékk hárblástur frá Capello

Fabio Capello varð brjálaður út í Emile Heskey á dögunum er hann greip framherjann glóðvolgan við að senda sms er enska landsliðið var að borða hádegismat. Heskey reyndi að fara lymskulega með símann og sendi sms-ið með símann undir borðinu.

Gazza skallar dyravörð - myndband

Paul Gascoigne heldur áfram að fara á kostum utan vallar en hann er enn reglulegur gestur á síðum slúðurblaða sökum vafasamrar hegðunar.

Sundboltastrákurinn er niðurbrotinn

Drengurinn ungi sem kastaði sundboltanum inn á völlinn í leik Sunderland og Liverpool er niðurbrotinn eftir atvikið fræga. Strákurinn er aðeins 16 ára gamall og grjótharður stuðningsmaður Liverpool.

Benitez reynir að vera jákvæður

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er jákvæður og fullviss um að Liverpool geti enn bjargað tímabili sem hefur ekki farið nógu vel af stað.

Wenger vill aldrei hætta að þjálfa

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að hann stefni á að vinna alla sína ævi. Wenger, sem hefur þjálfað Arsenal lengur en nokkur annar maður, verður 60 ára á fimmtudag.

Sundboltar bannaðir á Anfield um helgina

Það verður leitað á stuðningsmönnum Man. Utd á Anfield á sunnudag og þá sérstaklega að sundboltum. Þeir sem mæta með sundbolta mega gera ráð fyrir að tapa boltunum.

Evans lofar að bæta sig

Jonny Evans, varnarmaður Man. Utd, hefur lofað því að bæta leik sinn en hann hefur viðurkennt að hafa spilað eins öruggt og hann gat í fyrra og ekki tekið neina óþarfa áhættur.

Sundboltarnir að seljast upp á Anfield

Það er um fátt annað talað þessa dagana en „sundboltamarkið" sem Liverpool fékk á sig um helgina gegn Sunderland. Stuðningsmenn annarra liða eru heldur betur til í að nudda salti í sár Liverpool og þeir flykkjast þessa dagana á Anfield til þess að kaupa sér eins bolta og réð úrslitum gegn Sunderland.

Sjá næstu 50 fréttir