Enski boltinn

Fjórða tap Reading í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martyn Waghorn skorar hér sigurmark Leicester í kvöld.
Martyn Waghorn skorar hér sigurmark Leicester í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Íslendingaliðið Reading tapaði sínum fjórða leik í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Leicester, 1-0, í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Reading en var tekinn af velli á 65. mínútu. Brynjar Björn Guðmundsson var á bekknum og Ívar Ingimarsson tók út leikbann í kvöld.

Reading hefur því tapað öllum deildarleikjum sínum í október en getur bætt úr því er liðið mætir Coventry á útivelli á laugardaginn.

Reading hefur ekki hlotið nema tíu stig í fyrstu fjórtán leikjum sínum í deildinni og er nú í 22. og þriðja neðsta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×