Enski boltinn

Redknapp með augastað á brasilískum miðjumanni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sandro, til vinstri, í leik með Internacional.
Sandro, til vinstri, í leik með Internacional. Nordic Photos / AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að félagið sé nú að skoða Brasilíumanninn Sandro. Hann er tvítugur miðvallarleikmaður sem leikur með Internacional í heimalandinu.

„Við höfum verið að skoða Sandro," sagði Redknapp við enska fjölmiðla. „Ég myndi vilja fara sjálfur og sjá hann spila og ef ákvörðun verður tekin um að gera eitthvað í málinu er það undir stjórnarformanninum komið að ýta málinu í gegn."

Redknapp hvatti í sama viðtali að Roman Paclyuchenko til að sanna að hann eigi heima í byrjunarliði Tottenham.

„Pav er mjög afslappaður náungi en býr yfir góðum hæfileikum," sagði Redknapp sem hefur rætt við Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Rússlands, um hvernig megi fá sem mest úr leikmaninnum.

„Við erum sammála um að hann býr yfir góðri tækni en hann þarf að vera aðeins ákveðnari. Ég vona að hann sýni mér að ég hafi ekki efni á að skilja hann útundan."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×