Enski boltinn

Hughes ósáttur við varnarmenn City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hughes pirraður á hliðarlínunni í dag.
Hughes pirraður á hliðarlínunni í dag.

Mark Hughes, stjóri Man. City, var ekki í neinu hátíðarskapi eftir jafntefli City gegn Fulham í dag. Hann var sérstaklega ósáttur við varnarmenn sína.

„Við vorum 2-0 yfir og hefðum átt að klára dæmið en því miður hleyptum við þeim aftur inn í leikinn. Það var líka skelfilegt að sjá hvernig við vörðumst háu sendingunum í teiginn," sagði Hughes.

„Vörnin byrjaði vel en við erum að fá of mörg mörk á okkur. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í. Það er ýmislegt sem þarf að bæta í leik okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×