Enski boltinn

Everton komið í kapphlaupið um Adam Johnson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adam Johnson.
Adam Johnson. Nordic photos/AFP

Fastlega er búist við því að fyrrum enski U-21 árs landsliðsmaðurinn Adam Johnson hjá enska b-deildarfélaginu Middlesbrough verði eftirsóttur þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en knattspyrnustjórarar enskra úrvalsdeildarfélaga hafa verið tíðir gestir á Riverside-leikvanginn á leiki Boro á þessu tímabili.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, viðurkenndi að hann væri að fylgjast með Johnson á dögunum og þá horfði David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, á leik með Boro um helgina í þeim tilgangi að skoða Johnson.

Núgildandi samningur hins 22 ára gamla Johnson rennur út næsta sumar og því er talið líklegt að Boro reyni fremur að selja hann í janúar til þess að fá einhvað fyrir hann í stað þess að eiga á hættu á að missa hann frá sér á frjálsri sölu. Ef svo fer að ekki gengur að semja við leikmanninn um nýjan samning.

Chelsea og Real Madrid voru einnig orðuð við kappann síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×