Enski boltinn

Joe Cole vill vera áfram hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Chelsea.
Joe Cole í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Joe Cole hefur staðfest að hann sé reiðubúinn að framlengja samning sinn við Chelsea en núverandi samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Cole hefur átt við langvarandi meiðsli að stríða en var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í níu mánuði nú um helgina.

Chelsea er sagt áhugasamt um að halda Cole í sínum röðum og sjálfur vill hann vera áfram hjá félaginu.

„Við erum að ræða saman um framtíðina og munum fljótlega komast að samkomulagi," sagði Cole. „Ég elska að vera hjá þessu félagi. Það vill halda mér og býst ég því ekki við neinum vandamálum. Mér líður eins og heima hjá mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×