Enski boltinn

Bellamy: Hárrétt hjá FA að dæma mig ekki í leikbann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Nordic photos/AFP

Framherjinn uppátækjasami Craig Bellamy hjá Manchester City hefur loksins tjáð sig eftir atvikið þegar stuggaði við stuðningsmanni Manchester United í í lok leiks liðanna 20. september síðast liðinn á Old Trafford sem endaði 4-3 fyrir United.

Enska knattspyrnusambandið (FA) ákvað að refsa Bellamy ekki fyrir viðskipti sín við stuðningsmanninn en stuðningsmaðurinn var dæmdur til þess að greiða 305 pund í sekt og hlaut þar að auki þriggja ára bann á knattspyrnuleiki á Englandi.

„Það var hárrétt hjá enska knattspyrnusambandinu að setja mig ekki í bann því það sem skiptir mestu máli í þessu var að stuðningsmaðurinn átti ekkert að vera inni á vellinum. Ég sagði honum að yfirgefa völlinn, ekki kannski akkúrat með þeim orðum en ég held að hann hafi alveg skilið mig. Hann reyndi þá að stanga mig með hausnum en ég ýtti honum bara frá mér. Ég hvorki lamdi hann né sló eða neitt slíkt eins og sum dagblöðin vildu meina," sagði Bellamy í viðtali við Radio 5 live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×