Enski boltinn

Svínaflensan gerir vart við sig í ensku úrvalsdeildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Dunn.
David Dunn. Nordic photos/AFP

Tveir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn hafa greinst með svínaflensuna en það eru þeir David Dunn og Chris Samba og hafa aðstandendur félagsins áhyggjur af því að brátt muni fleiri leikmenn liðsins einnig greinast.

Umræddir leikmenn misstu af 5-0 slátrun Chelsea gegn Blackburn en fleiri leikmenn félagsins eru samkvæmt Daily Mirror sagðir finna fyrir einkennum flensunar en ósagt skal látið hvort að það hafi haft beinar afleiðingar á ömurlega spilamennsku liðsins á laugardag.

Forráðamenn Blackburn munu vera að skoða möguleikann á að fresta deildarbikar leik liðsins gegn Peterborough á sem fara átti fram annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×