Fleiri fréttir

Heimir: Aaron nýtti tækifærið sitt vel

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með sína menn í dag eftir 3–1 sigur á Þórsurum frá Akureyri. Jóhann Helgi kom Þór yfir en Newcastle-maðurinn Aaron Spear svaraði með tveimur mörkum áður og Andri Ólafsson innsiglaði svo sigurinn með fallegasta marki leiksins.

Páll Viðar: Það vantaði meiri einbeitingu

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var ekki nægilega sáttur við sína menn eftir 1-3 tap fyrir Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Páll Viðar talaði um einbeitingaleysi hjá sínum mönnum og að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi nú ekki átt fullkominn leik. Páll Viðar vildi þó ekki skella allri skuldinni á Erlend.

Haukur Ingi: Hundfúlir að fá ekki þrjú stig

Haukur Ingi Guðnason kom inn á í lið Grindavíkur ekki löngu áður en liðið jafnaði metin og fannst bæði þegar hann var utan vallar sem innan að Grindavík hafði verið sterkari aðilinn í leiknum.

Atli: Vorum betri aðilinn nánast allan leikinn

„Það er alltaf gaman að vinna sama á móti hverjum það er, en það er samt eitthvað sérstakt við að leggja KR af velli,“ sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld.

Ólafur: Það gerist of oft hjá okkur að það vanti grimmd og kraft

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki ánægður með leik sinna manna eftir 0-1 tap á móti Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn á hættu áð falla úr Pepsi-deildinni þótt að margt þurfi nú að gerast til að allt fari á versta veg í Kópavoginum.

Umfjöllun: Ótrúleg dramatík í lokin þegar Fylkir vann Víking

Ásgeir Örn Arnþórsson tryggði Fylki 2-1 sigur á Víkingi með síðustu spyrnu leiksins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Staða Víkinga versnaði því enn en þeir eru einir á botni deildarinnar níu stigum frá öruggu sæti.

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum

Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Bikar á loft upp á Skaga í gær - myndir

Skagamenn eru 1. deildarmeistarar í ár og þeir fengu bikarinn afhendan eftir 5-0 stórsigur á KA á Akranesi í gær. Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni fyrir 25 dögum og voru fyrir nokkru orðnir B-deildarmeistarar.

Umfjöllun: FH-ingar fyrstir til að vinna KR-inga í sumar

FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn.

Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir

Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

Stjörnustúlkur jöfnuðu stigamet Vals í dag

Stjarnan jafnaði stigamet Vals í úrvalsdeild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan náði í 51 af 54 mögulegum stigum og jafnaði met Vals frá árinu 2008.

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

Þorlákur Árnason: Stjarnan er með langbesta liðið

Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur enda Íslandsmótið með stæl og vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Stjörnustelpur fengu Íslandsbikarinn afhentan í leikslok.

Eyjastúlkur unnu upp þriggja marka forskot Vals - Grindavík fallið

Eyjastúlkur náðu ótrúlegu 4-4 jafntefli á móti Val í lokaumferð Pepsi-deild kvenna í dag en Valskonur náðu tvisvar þriggja marka forskoti í leiknum. Grindavíkurstúlkur náðu ekki að framkalla kraftaverk og eru fallnar úr Pepsi-deildinni en KR-stúlkur björguðu sæti sínu á markatölu.

Fimmtándi sigur Stjörnunnar í röð - Harpa með tvö gegn gömlu félögunum

Íslandsmeistarar Stjörnunnar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á nágrönnum sínum í Breiðabliki í lokaumferðinni. Stjörnustúlkur fengu síðan Íslandsbikarinn afhendan í leikslok en þetta var fimmtándi deildarsigur liðsins í röð.

Fara bæði liðin upp úr 1. deildinni á ÍR-vellinum?

Selfyssingar eiga möguleika á því í dag að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla en þá þurfa þeir að ná í stig á ÍR-vellinum í dag. Næstsíðasta umferð 1. deildar karla fer einmitt fram í dag.

Stjörnustelpurnar fá Íslandsbikarinn afhentan í dag

Það verður mikil hátíð í Garðabænum í dag þar sem Stjörnustúlkur fá Íslandsbikarinn afhentan eftir lokaleik sinn í Pepsi-deild kvenna sem er á móti Breiðabliki. Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 13.00 en öll lokaumferðin fer á sama tíma.

Sögulegt sumar hjá KR

Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

Öll félög í vandræðum

„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

Edda hjálpar liðinu úr stúkunni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Lars Olsen lítur til Íslands

Lars Olsen, fyrrum fyrirliði danska landliðsins, segist hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Hann hafi þó ekkert heyrt frá forráðamönnum KSÍ.

Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Valsmenn í vandræðum

Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Laufey valin aftur í landsliðið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í dag leikmannahópinn sem spilar gegn Noregi og Belgíu í undankeppni EM.

Sjá næstu 50 fréttir