Fleiri fréttir Fjölnir og FH komin í 8-liða úrslit Fjölnismenn eru komnir í 8-liða úrslit Visabikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-3 sigur á Fjarðabyggð á Eskifirði í æsilegum leik. Þá eru Íslandsmeistarar FH komnir áfram eftir 3-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Leikir Hauka og Fram, KR og Vals og svo ÍA og Víkings eru allir komnir í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur í þeim öllum. 10.7.2007 21:18 Jón Oddur og Jakob Jóhann bæta met í 50m bringusundi Jón Oddur Sigurðsson synti í morgun 50m bringusund í undanrásum á danska opna meistaramótinu og setti nýtt íslandsmet á tímanum 28,71 sek. Hann bætti rúmlega 2 ára gamalt met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 28,86 sek. 10.7.2007 11:00 Nítján bikarsigrar í röð Skagamenn hefja keppni í VISA-bikar karla í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn upp á Skaga. Skagamenn ættu að mæta til leiks fullir bjartsýni enda er Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón hefur stýrt liði til sigurs í 19 bikarleikjum í röð á Íslandi en hann lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. 10.7.2007 06:45 17 ára piltur settur til höfuðs Helga Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir. 10.7.2007 06:00 Víkingur yfir á Skaganum Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Visa-bikarnum í knattspyrnu. Víkingur hefur yfir 1-0 gegn ÍA á Skaganum, markalaust er hjá KR og Val í vesturbænum, jafnt er hjá Haukum og Fram í Hafnarfirði 1-1 og ekkert mark hefur litið dagsins ljós í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum FH. Þá hefur Fjölnir yfir 2-1 gegn Fjarðabyggð á Eskifirði. 10.7.2007 20:19 Breiðablik lagði Fjölni Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki. 8.7.2007 21:12 ÍR af botninum ÍR lyfti sér í kvöld af botninum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Þór/KA 3-0 í uppgjöri botnliðanna í deildinni. Ana Gomes kom ÍR á bragðið á heimavelli með marki á 9. mínútu, Bryndís Jóhannesdóttir kom liðinu í 2-0 úr víti skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í síðari hálfleik. 8.7.2007 18:27 Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu. 8.7.2007 14:54 Góður sigur Þróttara í Eyjum Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á heimamönnum í ÍBV í 1. deildinni. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og Rafn Haraldsson bætti við fjórða markinu, en Atli Heimisson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar en ÍBV er í 5. sætinu. 7.7.2007 18:12 Munum leita réttar okkar ef Guðjón biðst ekki afsökunar Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafi sent varamann inn á til þess eins að reyna að limlesta Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA. 7.7.2007 11:00 Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni. 7.7.2007 10:00 Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu Víkingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ekkert getað leikið með norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stafangri en þangað fór hann á láni frá Víking, Reykjavík, í vetur. 7.7.2007 10:00 Óvissa með Jónas Guðna Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku. 7.7.2007 06:00 Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú. 7.7.2007 00:01 Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna. 6.7.2007 05:45 Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. 6.7.2007 04:45 Nördaleikur í dag Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins. 6.7.2007 04:15 KR skoraði líkt mark árið 1995 Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995. 6.7.2007 02:30 Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA Eins og fram kemur hér að neðan var mikill hiti eftir leik ÍA og Keflavíkur og ásakanir ganga á víxl milli félaganna. Strax eftir leik hljóp Bjarni Guðjónsson í átt til búningsherbergja að beiðni dómara leiksins. Guðmundur Steinarsson leiddi hóp Keflvíkinga sem hljóp sem fætur toguðu á eftir Bjarna. Að því er sjónarvottar tjáðu Fréttablaðinu var ástandið eldfimt á gangi vallarhússins og mátti litlu muna að upp úr syði enda voru nokkrar stimpingar á ganginum. 6.7.2007 02:15 Stórleikur Vals og KR í kvöld Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar. 6.7.2007 01:30 Fór út af vegna veikinda Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn. 6.7.2007 01:00 Valsstúlkur í dauðariðlinum Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík. 6.7.2007 01:00 „Má ekki missa boltann þarna“ Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum. 6.7.2007 00:00 Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður. 5.7.2007 19:45 Yfirlýsing frá Skagamönnum Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur. 5.7.2007 18:41 Yfirlýsing frá Keflvíkingum Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan. 5.7.2007 18:10 Bjarni biðst afsökunar á marki sínu Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga. 5.7.2007 13:52 Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi. 5.7.2007 13:08 Guðjón Þórðarson: Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, segir Bjarna son sinn ekki hafa ætlað að skjóta á markið þegar hann skoraði annað mark Skagamanna gegn Keflavík í kvöld. Hér er um að ræða umdeildasta atvik sumarsins til þessa og ljóst að menn eiga eftir að rífast um það lengi. 4.7.2007 22:32 Kristján Guðmundsson: Þetta var Bjarna til skammar Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var mjög óhress með framgang Bjarna Guðjónssonar í kvöld þegar hann skoraði annað mark Skagamanna í leik liðanna í kvöld. Hann sakar Bjarna um ódrengilega framkomu og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann æfir til búningsherbergja eftir að flautað var af í kvöld. 4.7.2007 22:03 Dramatík og rauð spjöld á Skaganum Skagamenn unnu 2-1 sigur á Keflvíkingum í lokaleik kvöldsins í Landsbankadeild karla sem sýndur var beint á Sýn. Leikurinn var dramatískur í meira lagi þar sem sigurmark heimamanna var ansi vafasamt og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 4.7.2007 21:46 Sannfærandi sigur Vals á HK Valsmenn eru á góðri siglingu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og í kvöld vann liðið góðan 4-1 sigur á nýliðum HK í Kópavogi. Birkir Már Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Helgi Sigurðsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruðu fyrir Val í kvöld, en mark HK var sjálfsmark. Fylkir og KR gerðu markalaust jafntefli í Árbænum. 4.7.2007 21:15 Skagamenn yfir í hálfleik Skagamenn hafa yfir 1-0 gegn Keflavík á heimavelli sínum á Skipaskaga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í sjónvarpsleiknum á Sýn. Það var Bjarni Guðjónsson sem skoraði mark ÍA úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik. Valsmenn hafa yfir 4-1 gegn HK þegar skammt er til leiksloka í leik liðanna í Kópavogi og enn er markalaust hjá Fylki og KR í Árbænum. 4.7.2007 20:59 FH-ingar á sigurbraut á ný Íslandsmeistarar FH komust aftur á sigurbraut í Landsbankadeildinni kvöld þegar þeir lögðu Víkinga 4-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Þá unnu Framarar annan sigur sinn í deildinni í sumar þegar þeir báru sigurorð af Breiðablik 1-0 á Laugardalsvellinum. 3.7.2007 21:24 Icelandair styrkir knattspyrnufélögin í Landsbankadeildinni Icelandair og öll liðin í Landsbankadeildinni í knattspyrnu skrifa í dag undir samstarfssamning, sem felur í sér að nú geta stuðningsmenn og áhangendur liðanna styrkt sín lið fjárhagslega með því að bóka flug beint á heimasíðu síns liðs. Á heimasíðum allra liðanna verður beinn aðgangur að bókunarvél Icelandair á netinu. 3.7.2007 14:57 Gæti verið í hóp í kvöld Svo gæti farið að varnarmaðurinn sterki, Milos Glogovac, verði í leikmannahópi Víkings í kvöld í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann meiddist skömmu fyrir upphaf móts en Víkingur mætir FH í kvöld. 3.7.2007 00:01 FH getur komið sér á réttan kjöl Í kvöld fara fram tveir leikir í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistarar FH taka á móti Víkingum og Fram mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 3.7.2007 00:01 Úrslit úr leikjum dagsins hér heima Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin Valur og KR unnu sína leiki ásamt því að Fjölnir vann Keflavík. Einnig var heil umferð spiluð í 1. deild karla. 2.7.2007 22:17 Leikir dagsins hér heima Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla. 2.7.2007 15:32 KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið. 2.7.2007 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölnir og FH komin í 8-liða úrslit Fjölnismenn eru komnir í 8-liða úrslit Visabikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-3 sigur á Fjarðabyggð á Eskifirði í æsilegum leik. Þá eru Íslandsmeistarar FH komnir áfram eftir 3-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Leikir Hauka og Fram, KR og Vals og svo ÍA og Víkings eru allir komnir í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur í þeim öllum. 10.7.2007 21:18
Jón Oddur og Jakob Jóhann bæta met í 50m bringusundi Jón Oddur Sigurðsson synti í morgun 50m bringusund í undanrásum á danska opna meistaramótinu og setti nýtt íslandsmet á tímanum 28,71 sek. Hann bætti rúmlega 2 ára gamalt met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 28,86 sek. 10.7.2007 11:00
Nítján bikarsigrar í röð Skagamenn hefja keppni í VISA-bikar karla í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn upp á Skaga. Skagamenn ættu að mæta til leiks fullir bjartsýni enda er Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón hefur stýrt liði til sigurs í 19 bikarleikjum í röð á Íslandi en hann lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð frá 1993 til 1996. 10.7.2007 06:45
17 ára piltur settur til höfuðs Helga Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir. 10.7.2007 06:00
Víkingur yfir á Skaganum Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Visa-bikarnum í knattspyrnu. Víkingur hefur yfir 1-0 gegn ÍA á Skaganum, markalaust er hjá KR og Val í vesturbænum, jafnt er hjá Haukum og Fram í Hafnarfirði 1-1 og ekkert mark hefur litið dagsins ljós í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum FH. Þá hefur Fjölnir yfir 2-1 gegn Fjarðabyggð á Eskifirði. 10.7.2007 20:19
Breiðablik lagði Fjölni Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki. 8.7.2007 21:12
ÍR af botninum ÍR lyfti sér í kvöld af botninum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Þór/KA 3-0 í uppgjöri botnliðanna í deildinni. Ana Gomes kom ÍR á bragðið á heimavelli með marki á 9. mínútu, Bryndís Jóhannesdóttir kom liðinu í 2-0 úr víti skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í síðari hálfleik. 8.7.2007 18:27
Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu. 8.7.2007 14:54
Góður sigur Þróttara í Eyjum Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á heimamönnum í ÍBV í 1. deildinni. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og Rafn Haraldsson bætti við fjórða markinu, en Atli Heimisson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar en ÍBV er í 5. sætinu. 7.7.2007 18:12
Munum leita réttar okkar ef Guðjón biðst ekki afsökunar Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafi sent varamann inn á til þess eins að reyna að limlesta Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA. 7.7.2007 11:00
Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni. 7.7.2007 10:00
Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu Víkingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ekkert getað leikið með norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stafangri en þangað fór hann á láni frá Víking, Reykjavík, í vetur. 7.7.2007 10:00
Óvissa með Jónas Guðna Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku. 7.7.2007 06:00
Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú. 7.7.2007 00:01
Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna. 6.7.2007 05:45
Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. 6.7.2007 04:45
Nördaleikur í dag Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins. 6.7.2007 04:15
KR skoraði líkt mark árið 1995 Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995. 6.7.2007 02:30
Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA Eins og fram kemur hér að neðan var mikill hiti eftir leik ÍA og Keflavíkur og ásakanir ganga á víxl milli félaganna. Strax eftir leik hljóp Bjarni Guðjónsson í átt til búningsherbergja að beiðni dómara leiksins. Guðmundur Steinarsson leiddi hóp Keflvíkinga sem hljóp sem fætur toguðu á eftir Bjarna. Að því er sjónarvottar tjáðu Fréttablaðinu var ástandið eldfimt á gangi vallarhússins og mátti litlu muna að upp úr syði enda voru nokkrar stimpingar á ganginum. 6.7.2007 02:15
Stórleikur Vals og KR í kvöld Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar. 6.7.2007 01:30
Fór út af vegna veikinda Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn. 6.7.2007 01:00
Valsstúlkur í dauðariðlinum Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík. 6.7.2007 01:00
„Má ekki missa boltann þarna“ Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum. 6.7.2007 00:00
Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður. 5.7.2007 19:45
Yfirlýsing frá Skagamönnum Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur. 5.7.2007 18:41
Yfirlýsing frá Keflvíkingum Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan. 5.7.2007 18:10
Bjarni biðst afsökunar á marki sínu Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga. 5.7.2007 13:52
Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi. 5.7.2007 13:08
Guðjón Þórðarson: Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, segir Bjarna son sinn ekki hafa ætlað að skjóta á markið þegar hann skoraði annað mark Skagamanna gegn Keflavík í kvöld. Hér er um að ræða umdeildasta atvik sumarsins til þessa og ljóst að menn eiga eftir að rífast um það lengi. 4.7.2007 22:32
Kristján Guðmundsson: Þetta var Bjarna til skammar Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var mjög óhress með framgang Bjarna Guðjónssonar í kvöld þegar hann skoraði annað mark Skagamanna í leik liðanna í kvöld. Hann sakar Bjarna um ódrengilega framkomu og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann æfir til búningsherbergja eftir að flautað var af í kvöld. 4.7.2007 22:03
Dramatík og rauð spjöld á Skaganum Skagamenn unnu 2-1 sigur á Keflvíkingum í lokaleik kvöldsins í Landsbankadeild karla sem sýndur var beint á Sýn. Leikurinn var dramatískur í meira lagi þar sem sigurmark heimamanna var ansi vafasamt og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. 4.7.2007 21:46
Sannfærandi sigur Vals á HK Valsmenn eru á góðri siglingu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og í kvöld vann liðið góðan 4-1 sigur á nýliðum HK í Kópavogi. Birkir Már Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Helgi Sigurðsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruðu fyrir Val í kvöld, en mark HK var sjálfsmark. Fylkir og KR gerðu markalaust jafntefli í Árbænum. 4.7.2007 21:15
Skagamenn yfir í hálfleik Skagamenn hafa yfir 1-0 gegn Keflavík á heimavelli sínum á Skipaskaga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í sjónvarpsleiknum á Sýn. Það var Bjarni Guðjónsson sem skoraði mark ÍA úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik. Valsmenn hafa yfir 4-1 gegn HK þegar skammt er til leiksloka í leik liðanna í Kópavogi og enn er markalaust hjá Fylki og KR í Árbænum. 4.7.2007 20:59
FH-ingar á sigurbraut á ný Íslandsmeistarar FH komust aftur á sigurbraut í Landsbankadeildinni kvöld þegar þeir lögðu Víkinga 4-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Þá unnu Framarar annan sigur sinn í deildinni í sumar þegar þeir báru sigurorð af Breiðablik 1-0 á Laugardalsvellinum. 3.7.2007 21:24
Icelandair styrkir knattspyrnufélögin í Landsbankadeildinni Icelandair og öll liðin í Landsbankadeildinni í knattspyrnu skrifa í dag undir samstarfssamning, sem felur í sér að nú geta stuðningsmenn og áhangendur liðanna styrkt sín lið fjárhagslega með því að bóka flug beint á heimasíðu síns liðs. Á heimasíðum allra liðanna verður beinn aðgangur að bókunarvél Icelandair á netinu. 3.7.2007 14:57
Gæti verið í hóp í kvöld Svo gæti farið að varnarmaðurinn sterki, Milos Glogovac, verði í leikmannahópi Víkings í kvöld í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann meiddist skömmu fyrir upphaf móts en Víkingur mætir FH í kvöld. 3.7.2007 00:01
FH getur komið sér á réttan kjöl Í kvöld fara fram tveir leikir í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistarar FH taka á móti Víkingum og Fram mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 3.7.2007 00:01
Úrslit úr leikjum dagsins hér heima Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin Valur og KR unnu sína leiki ásamt því að Fjölnir vann Keflavík. Einnig var heil umferð spiluð í 1. deild karla. 2.7.2007 22:17
Leikir dagsins hér heima Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla. 2.7.2007 15:32
KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið. 2.7.2007 14:21