Fleiri fréttir

Úrslit dagsins á Íslandi

Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Valur spilar seinni leikinn við Cork City í dag

Valur spilar seinni leikinn við Cork City í Intertoto keppninni í dag. Leikurinn fer fram á Írlandi og hefst hann klukkan 18:00. Valur tapaði fyrri leiknum 0-2 á Laugardalsvellinum um síðustu helgi.

Semur líklega við Viborg

Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.

Toppliðin unnu

Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt.

Útilokar ekki að koma aftur

Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru.

Loksins sigur hjá KR

KR-ingar unnu langþráðan sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Framara 2-1 í Frostaskjóli. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti en Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir KR á 79. mínútu. Þar á undan hafði Stefán Logi Magnússon markvörður KR varið vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni.

Kópavogsliðin mætast í bikarnum

Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Visa bikarsins í knattspyrnu. Nokkrir athyglisverðir leikir verða á dagskrá í umferðinni þar sem Kópavogsliðin Breiðablik og HK lentu saman og þá eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur. Bikarmeistarar Keflavíkur sækja Þrótt heim og FH mætir ÍBV í Eyjum.

Fram yfir í hálfleik

Framarar hafa yfir 1-0 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaleik 8. umferðar Landsbankadeildar karla. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með góðu skoti eftir 24 mínútna leik. KR-ingar sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en Fram í sætinu þar fyrir ofan með fimm stig.

Fram nær forystu gegn KR

Framarar hafa náð 1-0 forystu gegn KR eftir 24 mínútna leik í viðureign liðanna á KR-velli. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með bylmingsskoti. Stefán Logi Magnússon ver mark KR í kvöld í stað Kristjáns Finnbogasonar sem situr á varamannabekknum.

Valsmenn sigruðu FH 4 - 1

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar Valsmenn unnu þá með fjórum mörkum gegn einu. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö mörk í leiknum og Helgi Sigurðsson setti eitt. Þá varð varnarmaður FH fyrir því óláni að skora sjálfsmark. FH náði að klóra í bakkan í seinni hálfleik þegar Matthías Vilhelmsson skoraði. Það varð hins vegar eina mark Íslandsmeistaranna í kvöld.

Keflvíkingar sigruðu á heimavelli

Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi á heimavelli í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu Fylkismenn með einu marki gegn engu í kvöld. Það var Færeyingurinn Símun Samúelsson sem tryggði heimamönnum sigurinn.

Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda kynntur í dag

Á blaðamannafundi í dag var nýtt íþróttamannvirki knattspyrnufélagsins Vals kynnt með formlegum hætti en það mun bera nafnið Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda. Valsmenn hafa skrifað undir fimm ára samstarfssamning við fyrirtækið og mun íþróttahöllin bera nafnið Vodafonehöllin.

Valsmenn auka forystuna

Guðmundur Benediktsson var rétt í þessu að koma Valsmönnum í 4 - 1 á móti FH á Laugardalsvellinum. Guðmundur skoraði fyrr í leiknum og eru mörkin tvö hans fyrstu á þessari leiktíð.

Þrjú eitt fyrir Val

Staðan í upphafi fyrrihálfleiks í leik Vals og FH er 3 - 1. Það var Matthías Vilhelmsson sem náði að minnka muninn fyrir FH á fyrstu mínútum hálfleiksins.

Valsmenn með tveggja marka forystu

Valsmenn eru tveimur mörkum yfir á móti Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli en þeir komust í eins marks forystu á 13. mínútu. Á tuttugustu mínútu kom Helgi Sigurðsson Valsmönnum í tveggja marka forystu með sjötta marki sínu í deildinni í sumar. Það var hins vegar Guðmundur Benediktsson sem gerði fyrra markið, hans fyrsta í deildinni.

Markalaust í Keflavík

Markalaust er í leik Keflavíkur og Fylkis í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar um hálftími er liðinn af leiknum sem leikinn er í Keflavík. Stórleikur umferðarinnar, leikur Vals og FH hefst á Laugardalsvelli klukkan átta.

Blikar höfðu betur í grannaslagnum

Breiðablik vann í kvöld góðan 3-0 sigur á grönnum sínum í HK í fyrsta einvígi Kópavogsliðanna í efstu deild. Kristján Óli Sigurðsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik.

Skagamenn unnu Víking 3-0

Skagamenn gerðu góða ferð í Fossvoginn í kvöld og unnu góðan 3-0 sigur á Víkingi í Landsbankadeild karla. Króatinn Vjekoslav Svadumovic kom gestunum á bragðið með marki á 26. mínútu og bætti öðru við skömmu fyrir leikhlé. Það var svo Jón Vilhelm Ákason sem skoraði þriðja mark Skagamanna á 65. mínútu. Skagamenn skutust með sigrinum í 11 stig í deildinni.

Viðar og Serbi í Fossvoginn

Víkingur hefur gengið frá félagaskiptum við tvo leikmenn fyrir áframhaldandi átök í Landsbankadeild karla. Viðar Guðjónsson skrifaði í gær undir í Fossvoginum og verður hann kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍA í kvöld. Viðar hætti hjá Fram á dögunum en hann leikur iðulega í stöðu miðjumanns.

Fær hærri laun hjá Fylki en í Danmörku

Peter Gravesen kom til Fylkis fyrir tveimur árum síðan og hefur átt sæti í liði félagsins síðan þá. Hann var lykilleikmaður hjá Herfølge í Danmörku áður en hann lenti í slagsmálum við samherja sinn og fékk samning sinn ekki endurnýjaðan í kjölfarið.

Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi

Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður.

Blikar komnir í 2-0

Breiðablik hefur náð 2-0 forystu gegn grönnum sínum í HK í Kópavogsslagnum í Landsbankadeildinni. Kristján Óli Sigurðsson skoraði fyrsta mark Blika eftir aðeins 3 mínútur og það var svo Prince Ruben sem bætti við öðru marki liðsins eftir um klukkustundarleik. Staðan er því vænleg hjá þeim grænklæddu í leiknum sem sýndur er beint á Sýn.

Skagamenn 2-0 yfir gegn Víkingi

Skagamenn hafa yfir 2-0 gegn Víkingi þegar flautað hefur verið til leikhlés í leik liðanna á Víkingsvelli. Það var Vjekoslav Svadumovic sem skoraði bæði mörk Skagamanna. Breiðablik hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í HK á Kópavogsvelli þar sem Kristján Óli Sigurðsson skoraði mark Blika eftir innan við þriggja mínútna leik eftir aukaspyrnu frá Arnari Grétarssyni.

Breiðablik - HK í beinni á Sýn

Grannaslagur Breiðabliks og HK í Landsbankadeild karla í kvöld er í meira lagi sögulegur því þetta er í fyrsta sinn sem liðin eigast við í efstu deild. Leikurinn er sýndur í beinni á Sýn og hefst klukkan 20. Skagamenn náðu forystu gegn Víkingum eftir 26 mínútur með marki Króatans Vjekoslav Svadumovic.

Heil umferð í kvöld

Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Valsmenn voru sjálfum sér verstir

Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli.

Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut

Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar.

Valur lá fyrir Corke

Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku.

Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld

Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð.

Stórsigur og áhorfendamet

Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.

Ósætti um Teit innan raða KR

Samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins eru margir áhrifamanna innan raða KR síst sáttir við störf Teits Þórðarsonar, þjálfara meistaraflokks karla. Sumir eru á þeirri skoðun að skipta þurfi um þjálfara og að það sé orðið tímabært fyrir löngu. Ekki náðist í Jónas Kristinsson, formann KR Sports, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Bætti metið sitt

FH-ingurinn Daði Lárusson bætti persónulegt met sitt þegar hann hélt marki sínu hreinu í 51 mínútu gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Daði hélt marki sínu samtals hreinu í 437 mínútur frá því Keflvíkingurinn Símun Samuelsen skoraði hjá honum á 64. mínútu í 2. umferð þar til Nenad Petrovic skoraði á 51. mínútu í 7. umferð í vikunni. Daði bætti metið sitt frá því í fyrra um 10 mínútur.

Stefán lánaður frá Keflavík

1. deildarliðið Reynir í Sandgerði fékk Stefán Örn Arnarson lánaðan í einn mánuð frá Keflavík í gær. Stefán hefur lítið verið viðriðinn Keflavíkurliðið í sumar og aldrei fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann kemur til með að styrkja Reynisliðið svo um munar en félagið berst í neðrihluta 1. deildarinnar um þessar mundir.

Fæstir mæta á Laugardalsvöll

Valur og Fram eru með lélegustu aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þúsund manns í sæti og er því nokkuð tómlegt um að lítast á leikjum Vals og Fram.

Átján stig skilja að FH og KR

Sumarið sem átti að vera svo gott hjá KR-ingum er löngu orðið að hreinni martröð. Og lengi getur vont versnað, að því er virðist. Tap liðsins gegn HK í fyrrakvöld var að flestra mati síðasta tækifæri Teits Þórðarsonar að snúa gengi sinna manna við. Flestir eru löngu búnir að afskrifa hann, það er að segja allir nema hann sjálfur og stjórnarmenn KR Sports.

Okkar aðferð virkar vel

Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar.

Frábær sigur á Serbum

Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Hvað er að í vesturbænum?

Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna.

FH lagði Blika í frábærum leik

Íslandsmeistarar FH hafa aukið forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig eftir góðan 2-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik í kvöld. Blikar komust yfir í leiknum á 50. mínútu með marki frá Nenad Petrovic en Tryggvi Guðmundsson jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark FH þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Enn tapar KR

KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þrír leikir í Landsbankadeildinni í kvöld

Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar FH taka á móti Blikum í sjónvarpsleiknum á Sýn klukkan 20. Víkingur mætir Keflavík á Víkingsvelli og þá verður mjög áhugaverður leikur á Kópavogsvelli þar sem nýliðar HK taka á móti botnliði KR en þessir tveir leikir hefjast 19:15.

Markalaust í hálfleik í Kaplakrika

Staðan í leik FH og Blika er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leiklés í leik liðanna í Kaplakrika sem sýndur er beint á Sýn. Leikurinn hefur verið fjörlegur í byrjun en hvorugu liðinu hefur tekist að skora úr fjölda færa sem litið hafa dagsins ljós. HK hefur yfir 2-0 gegn KR í Kópavogi og þá er staðan 1-1 hjá Víkingi og Keflavík.

KR undir á Kópavogsvelli

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Útlitið er ekki gott hjá botnliði KR sem er undir 1-0 gegn HK þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrir heimamenn á 35. mínútu. Markalaust er í leik Víkings og Keflavíkur og sömu sögu er að segja af leik FH og Blika í Hafnarfirði, en sá leikur hófst klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn.

Guðjón Þórðarson: Ekki fallegt - en árangursríkt

Við töluðum um það fyrir leikinn að aginn, ástríðan og viljinn til að vinna leikinn yrði að vera til staðar. Við vörðumst vel og vörðumst af krafti, en engu að síður fengum við tvö bestu færin í leiknum þannig að það fer ekki alltaf saman magnið og gæðin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna eftir sigurinn á Val í kvöld.

Bjarni tryggði Skagamönnum sigur á Val

Valsmenn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Valsmenn voru betri í fyrri hálfleiknum og komust yfir með marki Dennis Bo Mortensen eftir aðeins 5 mínútna leik. Króatinn Dario Cingel jafnaði fyrir ÍA á síðstu augnablikum fyrri hálfleiks og það var svo Bjarni Guðjónsson sem gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Sjá næstu 50 fréttir