Íslenski boltinn

Gæti verið í hóp í kvöld

Milos Glogovac
Milos Glogovac

Svo gæti farið að varnarmaðurinn sterki, Milos Glogovac, verði í leikmannahópi Víkings í kvöld í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann meiddist skömmu fyrir upphaf móts en Víkingur mætir FH í kvöld.



„Hann er allur að koma til og er það dagaspursmál hvenær hann getur spilað. Hann er allavega byrjaður að æfa á fullu með okkur," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkings.

Þá gæti verið að Serbinn Dragan Galic spili með Víkingum í kvöld en hann er nýgenginn til liðs við félagið. Galic er framherji.

- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×