Fleiri fréttir

Birkir og félagar fögnuðu jólunum með sigri

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Karagumruk í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, sjálfan jóladaginn.

Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

Rani­eri ekki dauður úr öllum æðum

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Claudio Ranieri hefur tekið að sér sitt 23. þjálfarastarf á ferlinum. Hann var á Þorláksmessu ráðinn þjálfari Cagliari sem spilar í Serie B á Ítalíu.

„Lífið breyttist á skot­stundu“

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

Tíu leik­menn sem hækkuðu veru­lega í verði á HM

Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari.

Segir að De Bru­yne spili betur þegar reiður sé

Pep Guardiola, þjálfari Kevin De Bruyne hjá Manchester City, segir að Belginn spili hvað best þegar hann sé pirraður. De Bruyne mætti fúllyndur heim frá Katar eftir að Belgía féll úr leik í riðlakeppni HM en miðjumaðurinn sýndi sínar bestu hliðar í sigri á Liverpool í deildarbikarnum í liðinni viku.

Messi verður á­fram í París

Það stefnir allt í að heimsmeistarinn Lionel Messi framlengi samning sinn við París Saint-Germain. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

„Loka­mark­miðið er alltaf að komast í A-lands­liðið“

„Við setjum pressu á okkur að verða betri. Leikmenn bættu sig sem landsliðsmenn og eru betur undirbúnir í að taka skrefið upp í A-landsliðið, sem er lokamarkmiðið,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta.

Matuidi leggur skóna á hilluna

Blaise Matuidi, sem var hluti af franska landsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 18 ára feril.

HM-hetjan George Cohen látinn

George Cohen, sem var hluti af heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966, er látinn, 83 ára að aldri.

Fimm ára bann fyrir að falsa þjálfararéttindi

Mustapha Hadji, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður marokkóska landsliðsins í fótbolta, hefur fengið fimm ára bann frá öllum afskiptum af fótbolta fyrir að falsa þjálfaraskírteini sitt.

Alfons á leið í hollensku úrvalsdeildina

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er að ganga í raðir hollenska félagsins Twente. Alfons hefur undanfarin þrjú ár leikið með Bodø/​Glimt í Nor­egi.

Netverjar hlæja að hornspyrnu forseta FIFA

Gianni Infantino, forseti FIFA, er óvinsæll og veit af því. Hann varð að banna að sýna sig á stóra skjánum á leikjunum á HM vegna þess að það var alltaf púað svo mikið.

Ferguson greip Rooney glóðvolgan á bar

Wayne Rooney hefur minnst þess þegar Sir Alex Ferguson greip hann glóðvolgan á skemmtistað skömmu eftir að hann gekk í raðir Manchester United.

Toppliðið ætlar að vera virkt í janúarglugganum

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það verði nóg um að vera hjá félaginu þegar félagsskipaglugginn í Evrópu opnar í janúar, sérstaklega eftir meiðsli framherjans Gabriel Jesus.

Fjórði sigurinn í röð hjá Sverri og félögum

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK unnu góðan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.

Birkir og félagar úr leik eftir óvænt tap

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir óvænt tap gegn B-deildarliðinu Rizespor í framlengdum leik í kvöld. Lokatölur 3-4 eftir að staðan var 2-2 að venjulegum leiktíma loknum.

Ronaldo skrifi undir sjö ára samning við Sáda

Cristiano Ronaldo er við það að ganga frá stærsta samningi fótboltamanns í sögunni við Sádi-Araba. Sjö ára samningur muni skila honum yfir 560 milljónum króna á viku.

Sá fyrir HM-gullið og að hann myndi skora í úrslitaleiknum

Argentínski landsliðsmaðurinn Ángel Di María er maður stórleikjanna enda hefur hann skorað í úrslitaleiknum í síðustu þremur stóru titlum Argentínumanna, á Ólympíuleikum, í Suðurameríkukeppni og á heimsmeistaramóti.

Ætlaði að skila tæpu tonni kókaíns til glæpagengis

Orlando Rollo, fyrrum forseti brasilíska stórliðsins Santos, sem jafnframt vann fyrir lögregluna, er sakaður um að hafa tekið við greiðslu frá stærstu glæpasamtökum Brasilíu með það fyrir augum að skila þeim gríðarlegu magni kókaíns úr vörslu lögreglu.

LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas

Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir