Fleiri fréttir

Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa.

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu

Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

FIFA takmarkar fjölda lánssamninga

Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum.

Tíu Madrídingar snéru leiknum við í framlengingu

Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta framlengingarinnar.

Jón Daði semur við Bolton

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Böðvar heldur áfram í Svíþjóð

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem meðal annars átti í viðræðum við Val, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska félagið Trelleborg.

Cecilía lánuð til Bayern München

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á láni frá Everton.

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Táningur bannaður fyrir lífs­tíð

Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofur­bikarsins

Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Hörður Ingi til Sogndal

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Tuchel: Við þurfum nokkurra daga frí

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi virkað þreyttir í 1-1 jafntefli liðsins gegn Brighton í kvöld og að þeir þurfi á fríi að halda.

Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik

Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum.

Senegal og Gínea upp úr B-riðli þrátt fyrir töpuð stig

Senegal og Gínea tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa bæði tapað stigum í lokaumferð B-riðils. Senegal gerði markalaust jafntefli gegn Malaví og Gínea tapaði gegn Simbabve, 2-1.

Best í heimi en ekki í liði ársins

Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma.

Sjá næstu 50 fréttir