Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 20:53 Marokkó náði í jafntefli gegn Gabon í kvöld og tryggði sér þar með sigur í C-riðli Afríkumótsins. EPA-EFE/Jalal Morchidi Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira