Heimamenn í St. Pauli komust yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Etienne Amenyedo.
Staðan versnaði svo fyrir Dortmund á 40. mínútu þegar Axel Witsel setti boltann í eigið net og staðan því 2-0 í hálfleik, St. Pauli í vil.
Erling Braut Haaland minnkaði muninn fyrir Dortmund eftir tæplega klukkutíma leik, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur St. Pauli sem er á leið í átta liða úrslit á kostnað Dortmund.
Unbelievable! We have beaten holders Borussia Dortmund 2-1 and are in the cup quarter-finals. Amazing!🤎🤍#fcsp | #fcspbvb 2-1 pic.twitter.com/em2RXvN3hZ
— FC St. Pauli English (@fcstpauli_EN) January 18, 2022