Fótbolti

Bikarmeistararnir úr leik eftir tap gegn B-deildarliði St. Pauli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Braut Haaland skoraði eina mark Dortmund í kvöld.
Erling Braut Haaland skoraði eina mark Dortmund í kvöld. EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN

Þýsku bikarmeistararnir í Borussia Dortmund eru úr leik eftir 2-1 tap í 16-liða úrslitum gegn B-deildarliði St. Pauli fyrr í kvöld.

Heimamenn í St. Pauli komust yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Etienne Amenyedo.

Staðan versnaði svo fyrir Dortmund á 40. mínútu þegar Axel Witsel setti boltann í eigið net og staðan því 2-0 í hálfleik, St. Pauli í vil.

Erling Braut Haaland minnkaði muninn fyrir Dortmund eftir tæplega klukkutíma leik, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur St. Pauli sem er á leið í átta liða úrslit á kostnað Dortmund.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.