Fleiri fréttir

Böðvar heldur áfram í Svíþjóð

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem meðal annars átti í viðræðum við Val, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska félagið Trelleborg.

Cecilía lánuð til Bayern München

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á láni frá Everton.

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Táningur bannaður fyrir lífs­tíð

Enska knattspyrnufélagið Wycombe Wanderers hefur sett 18 ára gamlan einstakling í lífstíðarbann eftir að hann réðst inn á völlinn er leikur Wycombe og Oxford United fór fram á laugardaginn var.

Bergwijn kom Totten­ham til bjargar

Varamaðurinn Steven Bergwijn kom Tottenham Hotspur til bjargar í 3-2 sigrinum gegn Leicester City í kvöld. Bergwijn skoraði tvívegis í uppbótartíma og sá til þess að Spurs fór heim til Lundúna með stigin þrjú.

Sú besta tryggði Barcelona í úrslit Ofur­bikarsins

Barcelona vann Real Madríd 1-0 í fyrri undanúrslitaleik spænska Ofurbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Það var við hæfi að besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hafi skorað sigurmarkið en það lét svo sannarlega á sér standa.

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Hörður Ingi til Sogndal

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Tuchel: Við þurfum nokkurra daga frí

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi virkað þreyttir í 1-1 jafntefli liðsins gegn Brighton í kvöld og að þeir þurfi á fríi að halda.

Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik

Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum.

Senegal og Gínea upp úr B-riðli þrátt fyrir töpuð stig

Senegal og Gínea tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa bæði tapað stigum í lokaumferð B-riðils. Senegal gerði markalaust jafntefli gegn Malaví og Gínea tapaði gegn Simbabve, 2-1.

Best í heimi en ekki í liði ársins

Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma.

ÍA fékk Dana og Svía frá Val

Knattspyrnufélagið ÍA hefur samið við tvo nýja leikmenn um að spila með liðinu næstu tvö árin en báðir léku með Val á Hlíðarenda síðustu leiktíð.

Hákon ekki seldur heldur með nýjan samning

Þrátt fyrir áhuga danska stórliðsins Midtjylland þá lítur út fyrir að markvörðurinn ungi Hákon Rafn Valdimarsson verði áfram hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg.

Davíð á leið í ítalska boltann

Davíð Snær Jóhannsson er sagður búinn að semja við ítalska B-deildarfélagið Lecce en munnlegt samkomulag á að vera í höfn.

Blásið til sóknar á Hlíðar­enda

Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir.

Kamerún og Búrkína Fasó í sex­tán liða úr­slit

A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Sjá næstu 50 fréttir