Enski boltinn

Stað­festir að Bayindir verði í markinu gegn Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun standa í markinu gegn Man City.
Mun standa í markinu gegn Man City. Getty Images/Marc Atkins

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, staðfesti á blaðamannafundi í dag hver myndi standa milli stanganna þegar Man United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar.

Rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði festu Rauðu djöflarnir kaup á belgíska markverðinum Senne Lammens. Eftir skelfilega byrjun André Onana og Altay Bayindir á tímabilinu var spáð því að Lammens myndi fara beint inn í liðið.

Onana hefur verið lánaður til Tyrklands og því ljóst að hann muni ekki spila fleiri leiki fyrir Rauðu djöflana á þessari leiktíð. Líklegt verður að teljast að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Á blaðamannafundi fyrir stórleik helgarinnar var Amorim eðlilega spurður út í stöðu mála enda Bayindir verið allt annað en sannfærandi í þeim leikjum sem hann hefur spilað.

„Altay mun halda áfram því það er það sem við þurfum. Altay mun byrja, það sýnir trú okkar á honum,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundi sínum.

Leikur Man City og Man United er í beinni útsendingar SÝNAR Sport á sunnudaginn. Útsending hefst klukkan 15.00 og leikurinn hálftíma síðar klukkan 15.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×