„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2025 22:32 Sigurvin er einum sigri frá því að stýra Þrótt upp í Bestu deildina. Þróttur Reykjavík „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira