Fleiri fréttir

Fyrirliði Íslandsmeistaranna áfram á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals tilkynntu í dag að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði þeirra, hefði skrifað undir nýjan samning. Samningurinn er til eins árs.

Lewandowski og Putellas leikmenn ársins að mati FIFA | Chelsea á þjálfara ársins
Verðlaunahátíð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fór fram með pompi og prakt í kvöld. Robert Lewandowski var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki og Alexia Putellas í kvennaflokki. Þá voru Emma Hayes og Thomas Tuchel kosin þjálfarar ársins.

Kamerún og Búrkína Fasó í sextán liða úrslit
A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Brentford býður Eriksen samning
Enska úrvalsdeildarliðið Brentford ætlar að bjóða Christian Eriksen samning.

Niðursveiflan heldur áfram hjá Aroni og félögum
Al Arabi, lið Arons Einars Gunnarssonar, hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Liverpool stuðningsmennirnir sungu nafn Benitez eftir að þeir fengu fréttirnar
Rafael Benítez hefur nú starfað sem knattspyrnustjóri beggja stóru félaganna í Liverpool borg en á meðan hann er mjög óvinsæll meðal flestra stuðningsmanna Everton er aðra sögu að segja af stuðningsmönnum Liverpool.

Brentford selur Patrik til Noregs
Norska úrvalsdeildarliðið Viking hefur keypt markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson frá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.

Búin að klára læknisnámið með atvinnumennsku fótbolta
Nadia Nadim flúði Afganistan ellefu ára gömul eftir að faðir hennar var drepinn. Síðan hefur hún gert mikið með tækifærin sín bæði inn á knattspyrnuvellinum en líka utan hans.

Sýndi stuðningsmönnum Marseille löngutöng í pirringi
Portúgalski landsliðsmaðurinn Renato Sanches hjá Frakklandsmeisturum Lille sýndi stuðningsmönnum Marseille fingurinn þegar hann var tekinn af velli í leik liðanna í gær.

Aðeins þrír leikmenn United óhultir ef Keane fengi að munda niðurskurðarhnífinn
Bara þrír leikmenn Manchester United væru öruggir með framtíð sína hjá félaginu ef Roy Keane fengi að ráða.

Búnar að selja 85 þúsund miða á kvennaleikinn á Nývangi
Barcelona og Real Madrid mætast í Meistaradeild kvenna í fótbolta þegar átta liða úrslit keppninnar fara fram í mars. Það er óhætt að segja að leikurinn í Barcelona verði sögulegur.

Var drullusama þótt hann fengi lítið að spila hjá Barcelona því hann fékk svo vel borgað
Alex Song viðurkennir að hafa farið til Barcelona frá Arsenal peninganna vegna.

Markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í Serie A
Atalanta og Inter gerðu markalaust jafntefli í lokaleik helgarinnar í ítölsku Serie A deildinni.

Afríkumeistararnir töpuðu fyrir Miðbaugs-Gíneu
Afríkumeistarar Alsír töpuðu gegn Miðbaugs-Gíneu, 1-0, í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni. Tap meistarana verður að teljast afar óvænt í ljósi þess að liðið hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í röð.

Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark í uppbótartíma fyrir West Ham
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli við Tottenham í ensku ofurdeildinni í kvöld.

Real Madrid vann spænska ofurbikarinn
Real Madrid vann þægilegan sigur á Athletic Bilbao, 2-0, í leik um spænska ofurbikarinn í kvöld.

Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði
Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna.

Rafael Benitez rekinn
Rafael Benitez hefur verið rekinn frá Everton en félagið staðfesti það fyrr í dag. Árangur liðsins undir stjórn Benitez hefur alls ekki verið nógu góður en félagið er aðeins 6 stigum frá fallsvæðinu með 19 stig í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton hefur aðeins unnið 5 deildarleiki á tímabilinu.

Finnst óþægilegt að spila við Brentford
„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik
Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma.

Óvæntir markaskorarar er Liverpool gekk frá Brentford
Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Guðlaugur Victor og félagar í Schalke 04 misstigu sig
Þýska stórliðið Schalke 04 náði aðeins jafntefli er Holstein Kiel kom í heimsókn á Veltins-völlinn í Gelsenkirchen í B-deildinni þar í landi, lokatölur 1-1. Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði Schalke í leiknum.

Newcastle að sækja þýskan landsliðsmann
Hið nýríka knattspyrnu Newcastle United er í þann mund að festa kaup á sínum þriðja leikmanni í janúarfélagaskiptaglugganum. Vinstri bakvörðurinn Robin Gosens ku vera á leið til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.

Þróttur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum
Sæunn Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á lánssamningi frá Haukum. Mun hún leika með liðinu í efstu deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Martial segir Ralf ljúga
Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

Sóknarmennirnir okkar þurfa að stíga upp
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ekki parsáttur með framherja sína eftir 1-0 tap liðsins gegn Manchester City í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er búinn að sakna ensku úrvalsdeildarinnar“
Philippe Coutinho stal senunni í 2-2 jafntefli Aston Villa við Manchester United í gær. Coutinho kom inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa og bæði skoraði og lagði upp mark á sínum fyrstu 15 mínútum í treyju Villa.

PSG ekki í vandræðum án Messi
Lionel Messi var ekki með PSG í kvöld þar sem hann er enn þá að jafna sig eftir Covid-19 smit. París fór þó auðveldelga í gegnum Brest í 2-0 sigri í frönsku Ligue 1 deildinni í kvöld.

Juventus skrefi nær Meistaradeildarsæti með sigri á Udinese
Juventus er aftur komið á sigurbraut eftir tap gegn Inter í ítalska bikarnum í vikunni. Juventus tók á móti Udinese á Allianz Stadium í ítölsku Serie A deildinni í leik sem heimamenn unnu 2-0.

Salah tryggði Egyptalandi sigur
Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu eru skrefi nær 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar eftir sigur í dag.

Sverrir Ingi í sigurliði og Hjörtur fékk klukkutíma
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í 3-0 sigri PAOK á OFI í grísku ofurdeildinni í dag. Hjörtur Hermannsson átti einnig leik fyrr í dag en hann spilaði þó bara rúman klukkutíma í tapleik í ítölsku Seríu B.

Flugeldasýning í endurkomu Coutinho
Philippe Coutinho stal senuninni í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa í 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leik Arsenal og Tottenham frestað vegna óleikfæra leikmanna
Leik Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram á morgun, sunnudaginn 16. janúar, hefur verið frestað að beiðni Arsenal. Stjórn enska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta fyrr í morgun. Nýr leiktími hefur ekki verið staðfestur.

Þarf að gera sér grein fyrir því að ef andstæðingurinn er betri en þú þá er eðlilegt að tapa
„Maður er aldrei glaður eftir tap. Þetta var náttúrulega leikur á móti ógnarsterkum andstæðingi sem við vissum og töluðum um við leikmennina í gær,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, að loknu stóru tapi gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik í dag.

Lewandowski skoraði þrjú er Bayern vann örugglega
Markamaskínan Robert Lewandowski hefur nú skorað 300 mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu er topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Bayern München vann þægilegan 4-0 sigur á Köln.

Vill sjá enn meira frá De Bruyne
„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Öruggt hjá Manchester-liðunum
Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

Refsuðu um leið og við gáfum þeim færi á því
„Það er bara fyrst og fremst heiður. Einhverskonar verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni og fá smjörþefinn af þessu,“ sagði Viktor Karl Einarsson á fjarfundi eftir landsleik Íslands og Suður-Kóreu fyrr í dag.

Man City með þrettán stiga forskot þökk sé De Bruyne
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 1-0 sigur á Chelsea í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Umfjöllun: Ísland - Suður-Kórea 1-5 | Himinn og haf á milli Íslands og Suður-Kóreu
Það var fátt um fína drætti frá íslenska landsliðinu þegar það mætti Suður-Kóreu í dag í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Leikurinn endaði með tapi, 1-5 en það var vitað fyrirfram að um erfitt verkefni væri að ræða. Jákvætt var þó að Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark og Hákon Rafn Valdimarsson varði víti í leiknum en það er ekki margt annað sem hægt er að líta jákvæðum augum.

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Derby úr öskunni í eldinn
Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann.

Bjarki Steinn lánaður í C-deildina | Venezia semur við Nani
Bjarki Steinn Bjarkason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Venezia til Catanzaro sem leikur í C-deildinni þar í landi. Ástæðan var eflaust sú að Venezia hafði ákveðið að sækja fyrrverandi leikmann Manchester United, Nani, til að krydda upp á sóknarleikinn.

Aubameyang ekki með Gabon vegna hjartavandamála
Pierre-Emerick Aubameyang var ekki með Gabon í leik liðsins gegn Ghana í Afríkukeppninni í gær vegna hjartavandamála. Það kom ekki að sök þó Gabon hafi verið án síns besta leikmanns en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg.