Fleiri fréttir

Hafnaði Juventus því þeir hefðu sett hann í unglingaliðið

Umboðsmaðurinn skrautlegri, Mino Raiola, segir að umbjóðandi hans Erling Braut Håland hafi hafnað Juventus í janúar því þeir vildu láta hann æfa og spila með unglingaliði félagsins. Þess í stað fór sá norski til Dortmund þar sem hann hefur slegið í gegn.

KSÍ leyfir fimm skiptingar

KSÍ samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að leyfa allt að fimm skiptingar í efstu deildum karla og kvenna í fótboltanum hér heima þetta tímabilið.

Arsenal tekur á hláturgasnotkun Lacazette

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir frétt Daily Star þar sem hann sést anda að sér hláturgasi úr blöðru.

Enginn Coutinho í leikmannahóp Bayern

Hinn brasilíski Philippe Coutinho er hvergi sjáanlegur er Bayern Munich hefur leik aftur í þýsku úrvalsdeildinni eftir að deildinni var frestað í mars vegna kórónufaraldursins.

Æfingar aftur í samt far eftir helgi

Ítalska úrvalsdeildin leyfir félögum að æfa eins og eðlilegt er eftir helgi. Engar takmarkanir verða á fjölda leikmanna á hverri æfingu.

Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð

Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn.

Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Rembingskoss þvert á öll tilmæli

Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið.

Spennan vex hjá Willum sem komst á toppinn

Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn fyrir BATE Borisov þegar liðið vann Slutsk í dag og kom sér á toppinn í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gladbach með í titilbaráttunni

Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi.

Sjá næstu 50 fréttir