Fleiri fréttir

Rio með sigurmarkið í síðasta heimaleik Ferguson

Leikmenn Manchester United náðu að kveðja Sir Alex Ferguson með sigri en liðið vann Swansea, 2-1, í dag en þetta var síðasti leikur stjórans á Old Trafford. Rio Ferdinand skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Norwich og Newcastle björguðu sér frá falli

Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna frábær sigur, 4-0, Norwich á West Bromich Albion en leikurinn fór fram á Carrow Road, heimavelli Norwich.

Tottenham með mikilvægan sigur á Stoke

Tottenham vann frábæran sigur, 2-1, á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið hafði lent 1-0 undir í upphafi leiksins. Leikurinn fór fram á Britannia-vellinum í Stoke.

Scholes hættir í sumar

Paul Scholes hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna í sumar. Þetta er í annað sinn sem hinn 38 ára gamli miðjumaður leggur skóna á hilluna.

Við spiluðum ekki vel

Roberto Mancini, stjóri Man. City, reyndi að bera sig vel eftir tapið gegn Wigan í úrslitum bikarkeppninnar.

Þetta var enginn heppnissigur

Kraftaverkamaðurinn Roberto Martinez skilaði Wigan sínum fyrsta stóra titli í dag er strákarnir hans skelltu Man. City í úrslitum ensku bikarkeppninar.

Fellaini sáttur hjá Everton

Belginn Marouane Fellaini hefur verið orðaður við Man. Utd síðan David Moyes var ráðinn stjóri hjá Man. Utd. Sagt er að hann vilji taka Fellaini með sér frá Everton.

Ari Freyr á skotskónum

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á meðal markaskorara Sundsvall í sænsku 1. deildinni í dag.

Hjálmar og félagar á toppinn

Lið Hjálmars Jónssonar, IFK Göteborg, hafði betur gegn liði þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Kristins Steindórssonar, Halmstad, er þau mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Stóri Sam framlengir við West Ham

Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Einum leik frá úrvalsdeildarsæti

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Sætt að hafa bætt metið

Frank Lampard var að vonum í skýjunum eftir sigurinn á Aston Villa í dag enda var hann að bæta markamet félagsins og tryggja liðinu inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Vill að Bale skrifi undir nýjan samning

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur skorað á Gareth Bale, stjörnu liðsins, til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið og binda þar með enda á sögusagnir um framtíð hans.

Barcelona orðið Spánarmeistari

Barcelona varð í kvöld Spánarmeistari í knattspyrnu. Liðið þurfti þó ekki að spila til þess að landa titlinum. Real Madrid gerði í kvöld jafntefli, 1-1, gegn Espanyol og Real á því ekki lengur möguleika á því að ná Barcelona.

Öskubuskuævintýri Wigan fullkomnað

Wigan varð í dag enskur bikarmeistari í fyrsta skipti. Liðið skellti þá milljónaliði Man. City í úrslitaleik á Wembley. Ben Watson skoraði eina mark leiksins. Þetta eru ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar en Wigan er við það að falla úr ensku úrvalsdeildinni.

Bikargleði í Manchester?

Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár.

Söguleg mörk hjá Lampard

Frank Lampard bætti markamet Chelsea og svo gott sem tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni næsta vetur með tveimur mörkum í 1-2 útisigri á Aston Villa í dag.

Ótrúlegt mark hjá Henry

Thierry Henry sýndi að hann hefur engu gleymt þegar hann skoraði með stórglæsilegri bakfallsspyrnu í leik með New York Red Bulls á dögunum.

Markalaust eftir fyrri leikinn

Crystal Palace og Brighton gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilskeppni ensku B-deildarinnar.

Fjórir Blikar framlengdu

Fjórir leikmenn Breiðabliks skrifuðu í dag undir nýja þriggja ára samninga við félagið og verða því áfram í herbúðum félagsins.

Rooney laus allra mála

Menn velta mikið fyrir sér hvað verður um Wayne Rooney næsta vetur en hann vill losna frá Man. Utd. Hvað svo sem verður um Wayne þá er ljóst að bróðir hans, John, þarf að finna sér nýtt félag.

Hvert var fallegasta mark fyrstu umferðar?

Haukur Páll, Atli Viðar, Halldór Orri, Jóhann Helgi og Bjarni Hólm. Þetta eru fimm bestu mörk fyrstu umferðar valin af sérfræðingum Pepsi markanna. Lesendur Vísis velja síðan það mark sem stendur upp úr.

Van Persie: Takk Sir Alex

Framherjinn Robin van Persie þakkar Sir Alex Ferguson fyrir að hafa fengið sig til Manchester United fyrir tímabilið en stjórinn ætlar að hætta með liðið eftir 26 ár við stjórnvölin. Hollendingurinn hefur blómstrað hjá United það sem af er tímabili. Hann hefur spilað 36 leiki og skorað í þeim 25 mörk.

Sagði Ronaldo "fuck you" við Mourinho?

Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að samband Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og Cristiano Ronaldo, leikmanns félagsins, sé við suðupunkt.

Di Canio hellti sér yfir Sir Alex

Ítalinn Paolo di Canio, stjóri Sunderland, er afar svekktur að fá aldrei tækifæri til þess að stýra liði gegn Sir Alex Ferguson sem hættir að stýra Man. Utd í lok leiktíðar.

Laudrup hefur ekki áhuga á Everton

Það hefur verið talsvert rætt um það í vetur að Daninn Michael Laudrup muni staldra stutt við hjá Swansea enda hefur hann náð eftirtektarverðum árangri með félagið og er eftirsóttur af öðrum félögum.

Moyes: Stóð ekki til að yfirgefa Everton

David Moyes, stjóri Everton og arftaki Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd, hitti fjölmiðlamenn í fyrsta skipti í dag eftir að hafa verið ráðinn stjóri Englandsmeistaranna.

Vidic líst vel á Moyes

Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, er ánægður með ráðningu félagsins á David Moyes sem knattspyrnustjóra. Vidic hefur fulla trú á því að Moyes muni standa sig vel í að fylla það risastóra skarð sem Sir Alex Ferguson skilur eftir sig.

Gera mynd um Lionel Messi

Líf Lionel Messi kemur brátt á hvíta tjaldið því kvikmyndaframleiðandi í Hollywood hefur keypt réttinn á því að gera mynd um besta knattspyrnumann heims.

Margrét Lára og félagar apa eftir Beverly Hills

Kristianstad vann góðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðið hefur farið ágætlega af stað í ár og ætlar sér stóra hluti líkt og Margrét Lára Viðarsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

Þjösnaðist á þessu í mánuð

Hólmar Örn Rúnarsson er meiddur á ökkla og missir af tímabilinu í Pepsi-deild karla af þeim sökum. Hann þarf að fara í aðgerð í dag og verður frá í minnst þrjá til fimm mánuði.

Falcao sagður á leið til Monaco

Spænska sjónvarpsstöðin La Sexta fullyrti í kvöld að Radamel Falcao yrði keyptur til franska félagsins AS Monaco nú í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir