Fótbolti

Arnar Þór mátti sætta sig við silfrið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Tvö mörk á síðustu fimm mínútunum tryggðu Genk bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í Belgíu í gær en mótherjinn var Cercle Brugge.

Arnar Þór Viðarsson lék venju samkvæmt allan leikinn með Cercle og nældi sér í gult spjald seint í leiknum. Leikurinn fór fram á Stade Roi Baudouin í Brussel.

Arnar Þór hefur spilað með Cercle frá árinu 2008 og verið lykilmaður á miðju liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×