Enski boltinn

Di Canio hellti sér yfir Sir Alex

Paolo di Canio.
Paolo di Canio.
Ítalinn Paolo di Canio, stjóri Sunderland, er afar svekktur að fá aldrei tækifæri til þess að stýra liði gegn Sir Alex Ferguson sem hættir að stýra Man. Utd í lok leiktíðar.

Di Canio hefur einnig greint frá því að Sir Alex reyndi tvisvar sinnum að kaupa hann en það var upp úr aldamótum er Di Canio lék með West Ham.

"Hann hringdi í mig á jóladag tvö ár í röð. Ég hélt reyndar að þetta væri einhver vinur minn að gera grín í mér þannig að ég hellti mér yfir þann sem var í símanum," sagði Ítalinn skapheiti.

"Þá sagði hann: "Nei Paolo, þetta er í alvöru Alex. Ég trúði því ekki og hélt áfram að blóta í símann. Mér fannst það ótrúlegt að hann vildi fá mig í sitt lið þegar ég var 31 árs gamall. Hann vildi fá mig fyrir aftan framherjana er Teddy Sheringham var að hætta. Ég hélt hann væri að grínast en sagði samt að ég gæti ekki skipt um lið.

"Þetta var samt einstök stund og gaf mér mikinn kraft því hann er svo mikilvægur stjóri. Ég var ekki með mikið sjálfstraust á þessum tíma. Ég er sorgmæddur því við vitum að allar sögur taka enda. Ég veit að hann skrifaði í bók sinni að hann sæi eftir þrennu á ferlinum og þar á meðal að hafa ekki keypt mig. Þau ummæli fylltu mig stolti.

"Ég syrgir mig líka að geta aldrei staðið við hlið hans á hliðarlínunni. Það hefði verið frábært að standa við hlið fótboltaguðs."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×