Enski boltinn

Þetta var enginn heppnissigur

Martinez lyftir bikarnum í dag.
Martinez lyftir bikarnum í dag.
Kraftaverkamaðurinn Roberto Martinez skilaði Wigan sínum fyrsta stóra titli í dag er strákarnir hans skelltu Man. City í úrslitum ensku bikarkeppninar.

"Það er allt hægt í svona úrslitaleikjum. Við vorum að spila á móti stórkostlegu liði. Þetta var enginn heppnissigur. Þetta var frábær frammistaða hjá okkur," sagði stjórinn frábæri eftir leik.

"Enski bikarinn er afar sérstök keppni og það mega allir vera stoltir í dag.

"Við eigum tvo mikilvæga leiki eftir í deildinni og vildum spara orku. Það var mjög erfitt. Það voru allir búnir að afskrifa okkur en við vorum að elta drauminn. Það er ekki hægt að lýsa þessari tilfinningu. Ég er ótrúlega stoltur af strákunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×