Enski boltinn

Scholes hættir í sumar

Paul Scholes hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna í sumar. Þetta er í annað sinn sem hinn 38 ára gamli miðjumaður leggur skóna á hilluna.

Scholes hætti fyrst í lok tímabilsins 2011 en snéri til baka á næsta tímabili. Hann fann þá að hann ætti meira eftir sem reyndist raunin.

Sir Alex Ferguson bjóst allt eins við því að Scholes myndi halda áfram en af því verður ekki.

"Ég ætla loksins að setja skóna upp í hilluna. Að þessu sinni er ákvörðunin endanleg," sagði Scholes en hann mun væntanlega spila gegn Swansea á morgun.

Scholes hefur verið mikið meiddur í vetur og ekkert spilað í deildinni síðan í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×