Enski boltinn

Laudrup hefur ekki áhuga á Everton

Michael Laudrup.
Michael Laudrup.
Það hefur verið talsvert rætt um það í vetur að Daninn Michael Laudrup muni staldra stutt við hjá Swansea enda hefur hann náð eftirtektarverðum árangri með félagið og er eftirsóttur af öðrum félögum.

Nú síðast er verið að orða hann við Everton sem vantar mann í stað David Moyes en hann er á leiðinni til Man. Utd eins og flestir ættu að vita.

Umboðsmaður Laudrup segir að skjólstæðingur sinn sé ekki á leið til Everton og verði áfram hjá Swansea.

"Michael er mjög ánægður hjá Swansea og við erum ekki að skoða neina aðra möguleika," sagði umbinn en Laudrup skrifaði undir nýjan samning við Swansea á dögunum.

"Það er alltaf verið að orða hann við önnur félög því hann hefur staðið sig svo vel. Stuðningsmenn Swansea þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hann verður hjá félaginu á næstu leiktíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×