Enski boltinn

Coleen nennir ekki að svara fyrir Wayne á Twitter

Coleen Rooney.
Coleen Rooney.
Wayne Rooney bað um að verða seldur frá Man. Utd í annað sinn fyrir tveim vikum síðan. Þau tíðindi hafa ekki farið vel í stuðningsmenn félagsins.

Margir þeirra hafa farið óhefðbundnar leiðir í að fá upplýsingar um framtíðarplön Rooney. Ein af þeim leiðum er að senda tíst á eiginkonu Rooney, Coleen, í gegnum Twitter.

"Eiginmaður minn er á Twitter. Sendið á hann en ekki mig," tísti Coleen og augljóslega orðin pirruð á spurningaflóðinu.

Rooney vakti athygli á Twitter í vikunni er hann tók út að hann væri leikmaður Man. Utd. Á síðu hans stendur eingöngu núna að hann sé íþróttamaður hjá Nike.

Þetta upphlaup leikmannsins gæti orðið til þess að Rooney þurfi að fylgjast með kveðjupartíi Sir Alex Ferguson af bekknum eða í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×