Enski boltinn

Rooney segir fréttaflutning algjöran þvætting

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney með Danny Welbeck.
Wayne Rooney með Danny Welbeck. Nordic Photos / Getty Images
Í gær fór frétt þess efnis að Wayne Rooney væri hættur að titla sig sem leikmann Manchester United á mikið flug víða um heim.

Því hafði verið haldið fram að Rooney hefði hætt að kenna sig við Manchester United á Twitter-síðu sinni og hefði þess í stað lýst sér sem Nike-leikmanni.

Rooney sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þvertekur fyrir að hafa hætt að kenna sig við Manchester United.

„Ég eyddi Manchester United aldrei úr lýsingu minni á Twitter-síðunni. Sama hvað blöðin segja þá stóð þetta aldrei í lýsingunni,“ sagði Rooney.

„Það eina sem gerðist var að Nike bað mig um að bæta þessu við. Margir íþróttamenn sem eru með auglýsingasamninga hafa gert það sama.“

„Það er skondið að enginn hafi skrifað um það. Þessi breyting var gerð fyrir þremur vikum síðan og samt er talað um þetta eins og að þessu hafi verið breytt í gær.“

Í gær var staðfest að David Moyes muni taka við Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United. Rooney hefur lengi verið sagður á útleið hjá United í sumar.

Yfirlýsing Wayne Rooney.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×