Enski boltinn

Norwich og Newcastle björguðu sér frá falli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna frábær sigur, 4-0, Norwich á West Bromich Albion en leikurinn fór fram á Carrow Road, heimavelli Norwich.

Jonathan Howson,  Grant Holt og Robert Snodgrass gerðu allir eitt mark fyrir Norwich en Gareth McAuley varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark í leiknum.

Sunderland og Southampton gerði 1-1 jafntefli sem verður að teljast tvö töpuð stig fyrir Sunderland sem berst fyrir sæti sínu í deildinni. Eitt stig í dag gerir það að verkum að liðið hefur ekki bjargað sér þrátt fyrir að vera með 39 stig í 15. sæti deildarinnar.

Sigur Norwich fór með liðið í 41 stig sem gerir það að verkum að liðið verður meðal þeirra bestu að ári.

Everton  vann fínan sigur á West Ham 2 – 0 en leikurinn var síðasti heimaleikur David Moyes með liðið áður en hann tekur við Manchester United á næstu vikum.

Newcastle vann einnig mikilvægan sigur í fallbaráttunni en liðið hafði betur gegn QPR, 2-1, og björguðu sér því frá falli. Wigan þarf því að vinna síðustu tvö leiki tímabilsins til að eiga séns á því að halda sér í efstu deild.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×