Enski boltinn

Moyes: Stóð ekki til að yfirgefa Everton

David Moyes.
David Moyes. Vísir/Getty
David Moyes, stjóri Everton og arftaki Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd, hitti fjölmiðlamenn í fyrsta skipti í dag eftir að hafa verið ráðinn stjóri Englandsmeistaranna.

"Stuðningsmenn Everton hafa verið frábærir við mig frá fyrsta degi. Mig langar að byrja þennan fund á að þakka þeim fyrir mig," sagði Moyes.

"Ég var ekki búinn að skipuleggja það að fara frá félaginu. Samningurinn minn var að renna út en ég var samt að hugsa um næsta tímabil."

Moyes hefur verið lengi hjá Everton og hann mun aðstoða félagið við að finna eftirmann sinn.

"Stjórnarformaðurinn hefur beðið mig um aðstoð og ég mun að sjálfsögðu hjálpa til eins og ég get. Ég vil svo taka fram að ég er enn stjóri Everton og þessi fundur er um Everton."

Fyrsta spurning eftir það var einföld: "West Ham á sunnudag, David. Þínar hugleiðingar?"

Moyes gat ekki annað en hlegið þegar spurningin var borin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×