Enski boltinn

Markalaust eftir fyrri leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Crystal Palace og Brighton gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilskeppni ensku B-deildarinnar.

Dean Hammond fékk gott skallafæri í fyrri hálfleik en skallaði beint á Julian Speroni í marki Crystal Palace.

Heimamenn voru svo betri í síðari hálfleik og náði Wayne Bridge til að mynda að bjarga á línu eftir skalla Danny Gabbidon.

Crystal Palace varð svo fyrir áfalli þegar að sóknarmaðurinn Glenn Murray fór af velli á 67. mínútu en hann virtist hafa meiðst alvarlega á hné.

Síðari leikurinn fer ram á heimavelli Brighton á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×