Enski boltinn

Fellaini sáttur hjá Everton

Belginn Marouane Fellaini hefur verið orðaður við Man. Utd síðan David Moyes var ráðinn stjóri hjá Man. Utd. Sagt er að hann vilji taka Fellaini með sér frá Everton.

Fellaini segist vera sáttur við vistina hjá Everton en viðurkennir að vera spenntur fyrir Meistaradeildinni.

"Allir leikmenn vilja spila í Meistaradeildinni. Það er stóra keppnina. Vonandi get ég gert það með Everton. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og er hamingjusamur enda þekki ég alla hérna," sagði Belginn hárprúði.

"Ég vil halda áfram að spila á Englandi næstu árin. Enska úrvalsdeildin er besta deild í heimi. Það er engin önnur deild með eins mörg góð lið og þessi deild. Hér geta allt upp í sjö lið spilað í Meistaradeildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×