Enski boltinn

Pellegrini sagður á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Spænska blaðið AS staðhæfir nú í kvöld að Manuel Pellegrini verði næsti knatstpyrnustjóri Manchester City.

Roberto Mancini stýrir nú City en forráðamenn félagsins munu vera búnir að gera upp hug sinn. Breytir engu þó svo að City myndi vinna enska bikarmeistaratitilinn á sunnudag.

Guillem Balague, þekktur spænskur blaðamaður, er höfundur fréttarinnar og þykir áreiðanlegur.

Mancini gerði fimm ára samning við City í fyrra en liðið varð þá enskur meistari í fyrsta sinn í 34 ár. Liðinu hefur þó gengið illa í Meistaradeild Evrópu og komst ekki upp úr riðlakeppninni á þessu tímabili.

Pellegrini, sem er frá Síle, er 59 ára og stýrir nú Malaga. Hann var áður stjóri Real Madrid auk þess sem hann starfaði lengi í Suður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×