Enski boltinn

Við spiluðum ekki vel

Mancini segir Tevez til í dag.
Mancini segir Tevez til í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, reyndi að bera sig vel eftir tapið gegn Wigan í úrslitum bikarkeppninnar.

"Þetta var góður leikur. Þeir skora á lokamínútunni en þetta var erfitt hjá okkur. Við spiluðum ekki vel, ég veit ekki af hverju," sagði Mancini.

"Við fengum færi en vorum annars ekki að spila eins vel og við venjulega gerum."

Mikil umræða er um framtíð Mancini hjá félaginu og því haldið fram að Manuel Pellegrini sé að fara að taka við af honum.

"Þetta eru bara vangaveltur. Ég verð hér á næsta tímabili. Þetta er bara kjaftæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×