Enski boltinn

Pellegrini býst ekki við því að vera áfram hjá Malaga

Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini gaf þeim sögusögnum að hann væri á leiðinni til Man. City undir fótinn í dag er hann sagði afar ólíklegt að hann yrði áfram hjá Malaga.

Samkvæmt fréttum frá Spáni þá er Pellegrini þegar búinn að semja við City en núverandi stjóri liðsins, Roberto Mancini, gaf þessum sögum langt nef í dag.

"Þetta er bara kjaftæði. Ég verð áfram hjá City næsta vetur," sagði Mancini eftir bikarúrslitaleikinn gegn Wigan.

Pellegrini hefur staðið sig vel hjá Malaga og er almennt talinn einn besti þjálfari heims en hann var áður hjá Real Madrid.

"Þetta eru ekki kjöraðstæður til þess að klára tímabilið. Það eru óvenjulegar kringumstæður. Ég held að enginn vilji fara frá Malaga. Stundum bjóða aðstæður samt ekki upp á annað," sagði Pellegrini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×