Enski boltinn

Rooney laus allra mála

John Rooney.
John Rooney.
Menn velta mikið fyrir sér hvað verður um Wayne Rooney næsta vetur en hann vill losna frá Man. Utd. Hvað svo sem verður um Wayne þá er ljóst að bróðir hans, John, þarf að finna sér nýtt félag.

Barnsley hefur sagt upp samningi sínum við John Rooney sem er 22 ára gamall. John stóð ekki undir væntingum hjá félaginu sem rétt slapp við fall úr ensku B-deildinni.

Rooney fór til Barnsley í október síðastliðnum en fékk ekki að spila eina einustu mínútu fyrir félagið.

Rooney kom til Barnsley frá Orlando sem er neðrideildarlið í Bandaríkjunum. Hann fékk tækifæri hjá MLS-liði NY Red Bulls en tókst ekki að koma sér í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×