Enski boltinn

Vidic líst vel á Moyes

Vidic hefur verið talsvert meiddur í vetur.
Vidic hefur verið talsvert meiddur í vetur.
Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, er ánægður með ráðningu félagsins á David Moyes sem knattspyrnustjóra. Vidic hefur fulla trú á því að Moyes muni standa sig vel í að fylla það risastóra skarð sem Sir Alex Ferguson skilur eftir sig.

Vidic hefur unnið ensku deildina fimm sinnum með United og einnig hefur hann unnið Meistaradeildina einu sinni.

"Ég hlakka til að vinna með David og ég hef trú á því að hann verði jafn sigursæll og Sir Alex. David og Sir Alex eru líkir að mörgu leyti. Báðir hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu, þeir eru sigurvegarar og kunna sitt starf afar vel," sagði Vidic.

"Moyes hefur staðið sig frábærlega hjá Everton. Hann fær menn til þess að leggja hart að sér og heldur uppi miklum aga. Árangur hans hjá Everton talar sínu máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×