Fleiri fréttir

Cole framlengir við Chelsea

Það var fastlega búist við því að enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole myndi yfirgefa Chelsea í sumar en af því verður ekki.

Cardiff með tíu stiga forskot á toppnum

Íslendingaliðið Cardiff City stefnir hraðbyri upp í ensku úrvalsdeildina en liðið er komið með tíu stiga forskot í ensku B-deildinni eftir 1-2 útisigur á Blackpool.

Laudrup leitar að nýjum framherja

Michael Laudrup, stjóri Swansea, ætlar að styrkja lið sitt í janúarglugganum og leitar nú að manni fyrir Danny Graham sem vill komast frá félaginu.

Lampard líklega á leiðinni til Galaxy

Sterkur orðrómur er um að Frank Lampard, leikmaður Chelsea, sé á leið til bandaríska liðsins LA Galaxy og einhverjir fjölmiðlar halda því fram að búið sé að semja við Lampard.

Fyrsta tap Barcelona í vetur

Barcelona tapaði, 3-2, mjög óvænt í kvöld gegn Real Sociedad. Þetta var fyrsta tap Barcelona í spænsku deildinni í vetur.

Einum miðjumanni færra hjá Tottenham

Brasilíumaðurinn Sandro verður ekkert meira með Tottenham á þessu tímabili en hann þurfti að ganga í gegnum hnéaðgerð eftir að hafa meiðst í markalausu jafntefli við QPR á dögunum.

Torres gæti farið í skiptum fyrir Falcao

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea, segist fullviss um að ferill Spánverjans Fernando Torres hjá Chelsea nálgist sinn endapunkt. Koma Demba Ba beri vitni um það.

Milan bara á eftir Kaká

Forsvarsmenn AC Milan hafa dregið til baka þær vangaveltur um að félagið sé að reyna að ná í Mario Balotelli, leikmann Manchester City. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport var með frétt um að Kaka og Balotelli væru báðir á leiðinni til Milan en Adriano Galliani, varaforseti Milan, segir svo ekki vera.

Wenger finnur til með Benitez

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, finnur til með Rafa Benitez, stjóra Chelsea, en sá síðarnefndi hefur ekki beint fengið góðar móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea.

Edda og Ólína sömdu við Chelsea

Landsliðskonurnar Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir eru á leið í enska boltann en þær eru báðar búnar að semja við Chelsea.

Valdes fer frá Barcelona

Markvörður Barcelona, Victor Valdes, hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út sumarið 2014.

Adkins rekinn frá Southampton

Southampton rak í dag stjórann sinn, Nigel Adkins, úr starfi. Hann var búinn að þjálfa liðið í tvö og hálft ár. Argentínumaðurin Mauricio Pochettino tekur við starfinu.

Rodgers: Suarez er viðkvæmur strákur

Luis Suarez, framherji Liverpool, er einkar lunkinn við að koma sér í vandræði. Nú síðast fyrir að hafa viðurkennt að hafa reynt að fiska víti gegn Stoke.

Malouda hefur aldrei hitt Benitez

Hver man eftir Florent Malouda? Jú, hann er enn leikmaður Chelsea þó svo hann spili ekkert með liðinu. Hann hefur ekki einu sinni hitt stjórann, Rafa Benitez.

Lennon skoraði í sínum fyrsta leik í rúma fimm mánuði

Steven Lennon lék í kvöld sinn fyrsta leik eftir að hann ristarbrotnaði á móti FH í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Lennon átti flotta endurkomu því hann skoraði mark Fram í 1-1 jafntefli á móti Víkingi í Egilshöllinni í Reykjavíkurmótinu í fótbolta.

Milan vill fá Kaká lánaðan

AC Milan tilkynnti í dag að félagið hefði hafið viðræður við Real Madrid um að fá Brasilíumanninn Kaká að láni.

Guardiola var ekki á eftir peningunum

Spánverjinn Pep Guardiola er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við þýska félagið Bayern München eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Stjórnarformaður félagsins segir að Guardiola hafi ekki valið Bayern út af peningunum.

Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík.

Rodgers brjálaður út í Suarez

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við framherjann sinn, Luis Suarez, eftir að framherjinn viðurkenndi að hafa dýft sér viljandi í leik gegn Stoke.

Enn slúðrað um að Ronaldo fari til Man. Utd

Þó svo Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ætla að virða samning sinn við Real Madrid eru menn enn að velta sér upp úr mögulegri endurkomu hans til Man. Utd. Samningur Ronaldo við Real rennur út árið 2015 en hann fór til félagsins frá Man. Utd árið 2009.

Benitez svekktur út í sína menn

Chelsea missti af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu enska boltans í gær er liðið missti niður tveggja marka forskot gegn Southampton í jafntefli.

Ferguson vill að Giggs spili fram yfir fertugt

Ryan Giggs, hinn síungi leikmaður Man. Utd, var magnaður í leik Man. Utd og West Ham í gær og stjórinn hans, Sir Alex Ferguson, vill að hann spili með liðinu næsta vetur.

Leikmenn fá greitt eins og sjómenn

Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun.

Tíu Málaga-menn náðu jafntefli á Camp Nou

Barcelona og Málaga gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins en spilað var á heimavelli Barcaelona, Camp Nou. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Real Madrid eða Valencia í undanúrslitunum en Real vann Valencia 2-0 í fyrri leiknum í gærkvöldi.

Jack Wilshere hetja Arsenal

Jack Wilshere tryggði Arsenal sæti í fjórðu umferð enska bikarsins þegar hann skoraði eina markið í endurteknum leik á móti Swansea City á Emirates Stadium í kvöld.

Fyrrum leikmaður Man. City á leið til ÍBV

Fréttamiðillinn eyjar.net segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ÍBV sé í samningaviðræðum við Benjani Mwaruwari fyrrum leikmann Man. City og Portsmouth.

Guardiola tekur við liði Bayern München í júlí

Pep Guardiola, fyrrum þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun taka við stjórninni hjá þýska liðinu Bayern Munchen í júlí en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið. Þýska félagið tilkynnti þetta í dag.

Vilanova: Pep er besti þjálfari heims

Þegar Tito Vilanova tók við Barcelona-liðinu af Pep Guardiola vissi hann sem var að menn myndu bera hann saman við Guardiola sem náði einstökum árangri með Barcelona-liðið.

Remy kominn til QPR: Harry sannfærði hann

Queens Park Rangers gekk í dag frá kaupunum á franska andsliðsframherjanum Loic Remy frá Olympique de Marseille en kaupverðið var ekki gefið upp. Remy skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Saha líklega á leiðinni til Suður-Afríku

Franski framherjinn Louis Saha hefur fengið leyfi hjá Sunderland til þess að yfirgefa félagið fyrir lok mánaðarins. Hann gæti verið á leið til Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir