Enski boltinn

Remy kominn til QPR: Harry sannfærði hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Loic Remy.
Loic Remy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Queens Park Rangers gekk í dag frá kaupunum á franska andsliðsframherjanum Loic Remy frá Olympique de Marseille en kaupverðið var ekki gefið upp. Remy skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er mjög ánægður með að fá hann þetta eru frábær kaup," sagði Harry Redknapp, stjóri Queens Park Rangers við BBC.

Loic Remy er 26 ára gamall sem fékk aðeins að byrja 2 af 14 leikjum sínm í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Remy var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í 29 leikjum í fyrra og hefur skorað 4 mörk í 17 landsleikjum.

„Harry á mikinn þátt í að ég er kominn hingað. Ég er sannfærður um að ég geti aðlagast fljótt ensku úrvalsdeildinni og ég ætla að halda áfram að bæta minn leik í ensku deildinni," sagði Loic Remy við BBC.

Loic Remy er orðinn löglegur og mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Queens Park Rangers þegar liðið mætir West Ham United á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×