Enski boltinn

Rodgers brjálaður út í Suarez

Suarez tekur hér dýfufagn í leik gegn Everton.
Suarez tekur hér dýfufagn í leik gegn Everton.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við framherjann sinn, Luis Suarez, eftir að framherjinn viðurkenndi að hafa dýft sér viljandi í leik gegn Stoke.

Suarez viðurkenndi þetta í viðtali við Fox Sports í Argentínu. Leikmaðurinn hefur lengi verið umdeildur enda þykir hann oftar en ekki fara of auðveldlega niður í grasið.

"Það er rangt að dýfa sér. Algjörlega ólíðandi. Ég er búinn að ræða við Luis og við munum taka á þessu innan félagsins. Við líðum ekki að menn dýfi sér hjá þessu félagi," sagði Rodgers.

"Hann skilur vel hvað ég er að segja. Það sem hann sagði var ekki rétt að gera. Hann sættir sig við það og við horfum fram á veginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×