Enski boltinn

Edda og Ólína sömdu við Chelsea

Edda og Ólína.
Edda og Ólína.
Landsliðskonurnar Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir eru á leið í enska boltann en þær eru báðar búnar að semja við Chelsea.

Þetta staðfestir Edda við mbl.is í dag. Chelsea hafnaði í sjötta sæti í ensku WSL-deildinni á síðasta tímabili.

Edda og Ólína hafa undanfarin ár leikið með Örebro í Svíþjóð en Ólína lék ekkert með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hún var í barnsburðarleyfi.

Það verða þrjár íslenskar stelpur í ensku deildinni á næstu leiktíð en Katrín Ómarsdóttir hafði áður samið við Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×