Enski boltinn

Walcott verður áfram hjá Arsenal

Sagan endalausa um Theo Walcott er á enda en hann hefur samþykkt nýtt þriggja ára samningstilboð frá Arsenal.

Leikmaðurinn verður samningslaus næsta sumar og hefur gengið afar illa að semja upp á nýtt við félagið. Það hefur nú loksins tekist.

Walcott hafði áður hafnað samningstilboði upp á 75 þúsund pund í vikulaun. Hann er því að fá ansi vænan samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×