Enski boltinn

Torres gæti farið í skiptum fyrir Falcao

Torres hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea.
Torres hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea.
Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea, segist fullviss um að ferill Spánverjans Fernando Torres hjá Chelsea nálgist sinn endapunkt. Koma Demba Ba beri vitni um það.

Torres hefur aðeins skorað 14 mörk í 68 leikjum fyrir félagið síðan hann var keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool.

Fastlega er búist við því að Chelsea ætli sér að kaupa Kólumbíumanninn Radamel Falcao frá Atletico Madrid næsta sumar. Torres gæti farið upp í þau kaup en hann lék með Atletico áður en hann fór til Englands.

Hermt er að Torres sé spenntur fyrir því að fara aftur heim í heiðardalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×