Fleiri fréttir Allt bendir til að Rúnar stýri HK gegn Breiðabliki Rúnar Páll Sigmundsson mun að öllum líkindum stýra HK í næsta leik liðsins sem er gegn Breiðabliki í Landsbankadeildinni á mánudag. Leit HK að næsta þjálfara liðsins stendur enn yfir. 12.7.2008 14:30 Poulsen á leið til Juventus Danski leikmaðurinn Christian Poulsen er á leið til Juventus en ítalska liðið náði samkomulagi við Sevilla á Spáni í gær. Poulsen er 28 ára og mun skrifa undir samning til fjögurra ára. 12.7.2008 14:00 Verðið á Adebayor hefur lækkað Arsenal hefur lækkað verðmiðann á sóknarmanninum Emmanuel Adebayor. Þetta segir umboðsmaður sem starfar fyrir AC Milan en hann segir að enska félagið hafi nánast helmingað þá upphæð sem fyrst var sett á leikmanninn. 12.7.2008 13:48 Brad Guzan í markið hjá Villa Aston Villa hefur komist að samkomulagi við bandaríska félagið Chivas USA um kaupverðið á markverðinum Brad Guzan. Upphæðin er talin nema tveimur milljónum punda. 12.7.2008 13:33 Pele segir Ronaldo að standa við samninginn Pele hefur stigið fram og hvetur hann Cristiano Ronaldo til að gleyma Real Madrid og standa við gerðan samning við Manchester United. 12.7.2008 13:26 Klinsmann: Podolski er ekki til sölu Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, segir að framherjinn Lukas Podolski verði ekki seldur frá félaginu. Podolski fékk ekki mörg tækifæri með Bayern á síðustu leiktíð og talið var nær öruggt að hann færi frá félaginu í sumar. 11.7.2008 22:30 Annar sigur Leiknis í röð Einn leikur var á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir lagði KS/Leiftur 1-0 á heimavelli sínum og vann þar með annan sigur sinn í röð í deildinni. Það var Þór Ólafsson sem skoraði sigurmark Breiðhyltinga um miðjan fyrri hálfleik. 11.7.2008 22:00 Símun framlengir við Keflavík Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen skrifaði í kvöld undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld. 11.7.2008 20:56 Blatter stendur við orð sín Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, ætlar ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann líkti knattspyrnumönnum nútímans við þræla. 11.7.2008 20:45 Roy Keane tæklaður hressilega á æfingum Craig Gordon, markvörður Sunderland, segir að leikmenn liðsins njóti þess að fá tækifæri til að tækla stjóra sinn Roy Keane þegar hann spilar með á æfingum. 11.7.2008 20:32 Erfitt að velja milli United og Real Væntanlega er enginn leikmaður í heiminum betur til þess búinn að meta stöðu Cristiano Ronaldo en David Beckham. Hann segist skilja að Portúgalinn standi frammi fyrir gríðarlega erfiðri ákvörðun. 11.7.2008 20:18 PSV hefur áhuga á Ronaldo Spænskir fjölmiðlar segja að forráðamenn hollenska félagsins PSV Eindhoven hafi sett sig í samband við framherjann Ronaldo með það fyrir augum að fá hann aftur til félagsins. 11.7.2008 19:11 Porca sagt upp hjá Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Salih Heimir Porca hafi verið sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í knattspyrnu. 11.7.2008 18:13 Queiroz tekur við portúgalska landsliðinu Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Portúgal í knattspyrnu. Queiroz hefur skrifað undir fjögurra ára samning þess efnis, en hann stýrði liðinu til skamms tíma á síðasta áratug. 11.7.2008 17:33 Danny Guthrie til Newcastle Newcastle hefur komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á Danny Guthrie. Þessi 21. árs leikmaður var lánaður til Bolton síðasta tímabil og á aðeins eftir að ná samkomulagi við Newcastle um kaup og kjör. 11.7.2008 16:30 Viðar hættur hjá Fylki Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Hann fékk fá tækifæri hjá liðinu og lék aðeins einn leik í Landsbankadeildinni. 11.7.2008 16:11 Mendy kominn til Hull Hull hefur fengið franska varnarmanninn Bernard Mendy á frjálsri sölu. Mendy er 26 ára og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hull sem er komið upp í ensku úrvalsdeildina. 11.7.2008 16:00 Þjálfari Úganda ráðinn til Hearts Ungverjinn Csaba Laszlo er nýr knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts. Guðjón Þórðarson var um tíma orðaður við starfið. 11.7.2008 15:12 Daníel valdi Víking Daníel Hjaltason verður lánaður frá Val til Víkings út þetta tímabil. Tvö önnur lið í 1. deildinni höfðu áhuga á að fá Daníel, Stjarnan og Leiknir Breiðholti, en Daníel valdi Víking. 11.7.2008 14:29 Brynjar Björn meiddur Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, meiddist á æfingu í gær og fer í myndatöku eftir helgi. Talið er að liðbönd séu tognuð sem þýðir að Brynjar verður væntanlega úr leik í sex til átta vikur. 11.7.2008 14:15 Sunderland á eftir Dorin Goian Sunderland hefur áhuga á varnarmanninum Dorin Goian sem vakti athygli með Rúmeníu á Evrópumótinu í sumar. Goian leikur með Steaua Búkarest en er ofarlega á óskalista Roy Keane. 11.7.2008 13:45 Portsmouth búið að ganga frá kaupum á Crouch Peter Crouch er formlega orðinn leikmaður Portsmouth en hann var kynntur á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Portsmouth er talið hafa borgað Liverpool 11 milljónir punda fyrir leikmanninn. 11.7.2008 12:38 Liverpool fær markvörð Brasilíski markvörðurinn Diego Cavalieri hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Þessi 25 ára leikmaður kemur frá Palmeiras en kaupverðið er ekki gefið upp. 11.7.2008 12:07 Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. 11.7.2008 11:45 Eiður mun líklegast yfirgefa Barcelona „Ég held að hann muni fara frá Barcelona og hann heldur möguleikunum opnum," segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, í viðtali við vefsíðu Sky. 11.7.2008 11:33 Beckham næstum farinn í Milan David Beckham segir litlu hafa munað að hann gengi til liðs við AC Milan í fyrra. Eftir að hafa yfirgefið Real Madrid vildi ítalska liðið fá Beckham sem ákvað á endanum að taka tilboði LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni. 11.7.2008 10:26 Nasri búinn að skrifa undir Arsenal hefur gengið frá kaupum á Samir Nasri, miðjumanni Marseille, en kaupverðið var ekki gefið upp. Þessi 21. árs leikmaður hefur skrifað undir langtímasamning við Arsenal. 11.7.2008 10:15 Ronaldo frá í þrjá mánuði Cristiano Ronaldo segist verða frá keppni í allt að þrjá mánuði eftir uppskurð sem framkvæmdur var á ökkla hans. Fyrst var talið að hann yrði aðeins frá í helming þess tíma. 11.7.2008 10:00 Fowler æfir með Blackburn Robbie Fowler ætlar að æfa með Blackburn Rovers á undirbúningstímabilinu en hann hefur hafnað nýjum samningi við Cardiff. Fowler er 33 ára en hann hefur ekkert spilað síðan í desember í fyrra. 11.7.2008 09:37 Helgi tryggði Val sigur á KR Helgi Sigurðsson var hetja Íslandsmeistara Vals í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á KR í vesturbænum. Valsmenn eru fyrir vikið komnir í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar. 10.7.2008 21:48 Komum hingað til að vinna "Þetta var frábær sigur hjá okkur og mér fannst við eiga skilið að vinna þó við værum undir pressu undir það síðasta," sagði Helgi Sigurðsson Valsmaður í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur Vals á KR í kvöld. 10.7.2008 22:04 Markasúpa í 1. deildinni Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og óhætt er að segja að leikmenn hafi verið á skotskónum. 10.7.2008 22:14 Lampard vill koma til Inter Yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter Milan á Ítalíu segir miðjumanninn Frank Lampard hjá Chelsea hafa áhuga á að fara til Ítalíu og spila undir fyrrum stjóra sínum Jose Mourinho. 10.7.2008 21:41 Inter vinnur - vegna Mourinho Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, segir að Inter Milan sé sigurstranglegasta liðið á næstu leiktíð í A-deildinni. Hann byggir spá sína fyrst og fremst á þeirri staðreynd að Jose Mourinho sé þar orðinn þjálfari. 10.7.2008 20:24 Barton þarf að dúsa áfram í fangelsi Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að sitja í fangelsi í allt að einn mánuð í viðbót. Leikmaðurinn, sem situr í fangelsi vegna ofbeldisbrota, hafði gert sér vonir um að fá sig lausan mánuði fyrr en ætlað var gegn því að ganga með eftirlitsbúnað. 10.7.2008 19:59 Ólga í herbúðum Barcelona Mikil ólga ríkir nú í herbúðum spænska knattspyrnufélagsins Barcelona eftir að átta af sautján stjórnarmönnum þess sögðu af sér í dag til að mótmæla ákvörðun Joan Laporta forseta að sitja sem fastast eftir að í ljós kom að hann nýtur ekki stuðnings stjórnarinnar. 10.7.2008 19:06 Beckham í stjörnuliði MLS David Beckham var í dag valinn í sérstakt stjörnulið MLS deildarinnar bandarísku sem leika mun vináttuleik við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham í Toronto síðar í þessum mánuði. 10.7.2008 19:00 Mancini orðinn leikmaður Inter Amantino Mancini er orðinn leikmaður Inter en félagið náði samningum við Roma nú síðdegis. Mancini átti frábært tímabil með Roma og er hann fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær til sín. 10.7.2008 15:57 Liverpool vill Keane en Villa er úr myndinni Rafa Benítez ætlar að reyna að fá sóknarmanninn Robbie Keane til Liverpool í sumar. Hinsvegar hefur hann gefist upp á að fá hinn spænska David Villa. 10.7.2008 15:30 Stjarnan vill fá Daníel Hjaltason Daníel Hjaltason, leikmaður Vals, er að öllum líkindum á leið í 1. deildina. Stjarnan úr Garðabæ hefur bæst í hóp þeirra liða sem hafa áhuga á honum. 10.7.2008 14:09 Birkir ætlar að kveðja með sigri Birkir Már Sævarsson mun í kvöld leika sinn síðasta leik fyrir Val, að minnsta kosti í bili, þegar liðið heimsækir KR í stórleik í Landsbankadeildinni. Birkir sagði við Vísi að það væri mikill spenningur fyrir leiknum. 10.7.2008 13:30 Zeljko hefur áhuga á að taka við HK Stjórn HK hefur hvorki haft samband við Magnús Gylfason né Zeljko Óskar Sankovic um að taka við þjálfun liðsins. Sá síðarnefndi sagði við Vísi að hann hefði áhuga á starfinu. 10.7.2008 12:47 Magni Fannberg næstur á blaði hjá HK-ingum? Torfi Ólafur Sverrisson, formaður hjá HK, vildi hvorki játa né neita þegar Vísir spurði hann að því hvort Magni Fannberg væri í viðræðum við félagið um að taka við sem þjálfari meistaraflokks félagsins. 10.7.2008 12:30 Mikill áhugi á Pálma Rafni Erlend félagslið hafa áhuga á Pálma Rafni Pálmasyni, miðjumanni Vals. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Stabæk í Noregi og Örebro í Svíþjóð væru bæði að sýna Pálma mikinn áhuga. 10.7.2008 11:35 Toppslagir í 1. deild í kvöld Það verða stórleikir í 1. deild karla í kvöld þegar 11. umferð hefst með þremur leikjum. Fjögur efstu lið deildarinnar mætast innbyrðis. 10.7.2008 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Allt bendir til að Rúnar stýri HK gegn Breiðabliki Rúnar Páll Sigmundsson mun að öllum líkindum stýra HK í næsta leik liðsins sem er gegn Breiðabliki í Landsbankadeildinni á mánudag. Leit HK að næsta þjálfara liðsins stendur enn yfir. 12.7.2008 14:30
Poulsen á leið til Juventus Danski leikmaðurinn Christian Poulsen er á leið til Juventus en ítalska liðið náði samkomulagi við Sevilla á Spáni í gær. Poulsen er 28 ára og mun skrifa undir samning til fjögurra ára. 12.7.2008 14:00
Verðið á Adebayor hefur lækkað Arsenal hefur lækkað verðmiðann á sóknarmanninum Emmanuel Adebayor. Þetta segir umboðsmaður sem starfar fyrir AC Milan en hann segir að enska félagið hafi nánast helmingað þá upphæð sem fyrst var sett á leikmanninn. 12.7.2008 13:48
Brad Guzan í markið hjá Villa Aston Villa hefur komist að samkomulagi við bandaríska félagið Chivas USA um kaupverðið á markverðinum Brad Guzan. Upphæðin er talin nema tveimur milljónum punda. 12.7.2008 13:33
Pele segir Ronaldo að standa við samninginn Pele hefur stigið fram og hvetur hann Cristiano Ronaldo til að gleyma Real Madrid og standa við gerðan samning við Manchester United. 12.7.2008 13:26
Klinsmann: Podolski er ekki til sölu Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, segir að framherjinn Lukas Podolski verði ekki seldur frá félaginu. Podolski fékk ekki mörg tækifæri með Bayern á síðustu leiktíð og talið var nær öruggt að hann færi frá félaginu í sumar. 11.7.2008 22:30
Annar sigur Leiknis í röð Einn leikur var á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir lagði KS/Leiftur 1-0 á heimavelli sínum og vann þar með annan sigur sinn í röð í deildinni. Það var Þór Ólafsson sem skoraði sigurmark Breiðhyltinga um miðjan fyrri hálfleik. 11.7.2008 22:00
Símun framlengir við Keflavík Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen skrifaði í kvöld undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld. 11.7.2008 20:56
Blatter stendur við orð sín Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, ætlar ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann líkti knattspyrnumönnum nútímans við þræla. 11.7.2008 20:45
Roy Keane tæklaður hressilega á æfingum Craig Gordon, markvörður Sunderland, segir að leikmenn liðsins njóti þess að fá tækifæri til að tækla stjóra sinn Roy Keane þegar hann spilar með á æfingum. 11.7.2008 20:32
Erfitt að velja milli United og Real Væntanlega er enginn leikmaður í heiminum betur til þess búinn að meta stöðu Cristiano Ronaldo en David Beckham. Hann segist skilja að Portúgalinn standi frammi fyrir gríðarlega erfiðri ákvörðun. 11.7.2008 20:18
PSV hefur áhuga á Ronaldo Spænskir fjölmiðlar segja að forráðamenn hollenska félagsins PSV Eindhoven hafi sett sig í samband við framherjann Ronaldo með það fyrir augum að fá hann aftur til félagsins. 11.7.2008 19:11
Porca sagt upp hjá Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Salih Heimir Porca hafi verið sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í knattspyrnu. 11.7.2008 18:13
Queiroz tekur við portúgalska landsliðinu Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Portúgal í knattspyrnu. Queiroz hefur skrifað undir fjögurra ára samning þess efnis, en hann stýrði liðinu til skamms tíma á síðasta áratug. 11.7.2008 17:33
Danny Guthrie til Newcastle Newcastle hefur komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á Danny Guthrie. Þessi 21. árs leikmaður var lánaður til Bolton síðasta tímabil og á aðeins eftir að ná samkomulagi við Newcastle um kaup og kjör. 11.7.2008 16:30
Viðar hættur hjá Fylki Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er hættur hjá Fylki en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Hann fékk fá tækifæri hjá liðinu og lék aðeins einn leik í Landsbankadeildinni. 11.7.2008 16:11
Mendy kominn til Hull Hull hefur fengið franska varnarmanninn Bernard Mendy á frjálsri sölu. Mendy er 26 ára og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hull sem er komið upp í ensku úrvalsdeildina. 11.7.2008 16:00
Þjálfari Úganda ráðinn til Hearts Ungverjinn Csaba Laszlo er nýr knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts. Guðjón Þórðarson var um tíma orðaður við starfið. 11.7.2008 15:12
Daníel valdi Víking Daníel Hjaltason verður lánaður frá Val til Víkings út þetta tímabil. Tvö önnur lið í 1. deildinni höfðu áhuga á að fá Daníel, Stjarnan og Leiknir Breiðholti, en Daníel valdi Víking. 11.7.2008 14:29
Brynjar Björn meiddur Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, meiddist á æfingu í gær og fer í myndatöku eftir helgi. Talið er að liðbönd séu tognuð sem þýðir að Brynjar verður væntanlega úr leik í sex til átta vikur. 11.7.2008 14:15
Sunderland á eftir Dorin Goian Sunderland hefur áhuga á varnarmanninum Dorin Goian sem vakti athygli með Rúmeníu á Evrópumótinu í sumar. Goian leikur með Steaua Búkarest en er ofarlega á óskalista Roy Keane. 11.7.2008 13:45
Portsmouth búið að ganga frá kaupum á Crouch Peter Crouch er formlega orðinn leikmaður Portsmouth en hann var kynntur á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Portsmouth er talið hafa borgað Liverpool 11 milljónir punda fyrir leikmanninn. 11.7.2008 12:38
Liverpool fær markvörð Brasilíski markvörðurinn Diego Cavalieri hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Þessi 25 ára leikmaður kemur frá Palmeiras en kaupverðið er ekki gefið upp. 11.7.2008 12:07
Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. 11.7.2008 11:45
Eiður mun líklegast yfirgefa Barcelona „Ég held að hann muni fara frá Barcelona og hann heldur möguleikunum opnum," segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, í viðtali við vefsíðu Sky. 11.7.2008 11:33
Beckham næstum farinn í Milan David Beckham segir litlu hafa munað að hann gengi til liðs við AC Milan í fyrra. Eftir að hafa yfirgefið Real Madrid vildi ítalska liðið fá Beckham sem ákvað á endanum að taka tilboði LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni. 11.7.2008 10:26
Nasri búinn að skrifa undir Arsenal hefur gengið frá kaupum á Samir Nasri, miðjumanni Marseille, en kaupverðið var ekki gefið upp. Þessi 21. árs leikmaður hefur skrifað undir langtímasamning við Arsenal. 11.7.2008 10:15
Ronaldo frá í þrjá mánuði Cristiano Ronaldo segist verða frá keppni í allt að þrjá mánuði eftir uppskurð sem framkvæmdur var á ökkla hans. Fyrst var talið að hann yrði aðeins frá í helming þess tíma. 11.7.2008 10:00
Fowler æfir með Blackburn Robbie Fowler ætlar að æfa með Blackburn Rovers á undirbúningstímabilinu en hann hefur hafnað nýjum samningi við Cardiff. Fowler er 33 ára en hann hefur ekkert spilað síðan í desember í fyrra. 11.7.2008 09:37
Helgi tryggði Val sigur á KR Helgi Sigurðsson var hetja Íslandsmeistara Vals í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á KR í vesturbænum. Valsmenn eru fyrir vikið komnir í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar. 10.7.2008 21:48
Komum hingað til að vinna "Þetta var frábær sigur hjá okkur og mér fannst við eiga skilið að vinna þó við værum undir pressu undir það síðasta," sagði Helgi Sigurðsson Valsmaður í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur Vals á KR í kvöld. 10.7.2008 22:04
Markasúpa í 1. deildinni Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og óhætt er að segja að leikmenn hafi verið á skotskónum. 10.7.2008 22:14
Lampard vill koma til Inter Yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter Milan á Ítalíu segir miðjumanninn Frank Lampard hjá Chelsea hafa áhuga á að fara til Ítalíu og spila undir fyrrum stjóra sínum Jose Mourinho. 10.7.2008 21:41
Inter vinnur - vegna Mourinho Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, segir að Inter Milan sé sigurstranglegasta liðið á næstu leiktíð í A-deildinni. Hann byggir spá sína fyrst og fremst á þeirri staðreynd að Jose Mourinho sé þar orðinn þjálfari. 10.7.2008 20:24
Barton þarf að dúsa áfram í fangelsi Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle þarf að sitja í fangelsi í allt að einn mánuð í viðbót. Leikmaðurinn, sem situr í fangelsi vegna ofbeldisbrota, hafði gert sér vonir um að fá sig lausan mánuði fyrr en ætlað var gegn því að ganga með eftirlitsbúnað. 10.7.2008 19:59
Ólga í herbúðum Barcelona Mikil ólga ríkir nú í herbúðum spænska knattspyrnufélagsins Barcelona eftir að átta af sautján stjórnarmönnum þess sögðu af sér í dag til að mótmæla ákvörðun Joan Laporta forseta að sitja sem fastast eftir að í ljós kom að hann nýtur ekki stuðnings stjórnarinnar. 10.7.2008 19:06
Beckham í stjörnuliði MLS David Beckham var í dag valinn í sérstakt stjörnulið MLS deildarinnar bandarísku sem leika mun vináttuleik við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham í Toronto síðar í þessum mánuði. 10.7.2008 19:00
Mancini orðinn leikmaður Inter Amantino Mancini er orðinn leikmaður Inter en félagið náði samningum við Roma nú síðdegis. Mancini átti frábært tímabil með Roma og er hann fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær til sín. 10.7.2008 15:57
Liverpool vill Keane en Villa er úr myndinni Rafa Benítez ætlar að reyna að fá sóknarmanninn Robbie Keane til Liverpool í sumar. Hinsvegar hefur hann gefist upp á að fá hinn spænska David Villa. 10.7.2008 15:30
Stjarnan vill fá Daníel Hjaltason Daníel Hjaltason, leikmaður Vals, er að öllum líkindum á leið í 1. deildina. Stjarnan úr Garðabæ hefur bæst í hóp þeirra liða sem hafa áhuga á honum. 10.7.2008 14:09
Birkir ætlar að kveðja með sigri Birkir Már Sævarsson mun í kvöld leika sinn síðasta leik fyrir Val, að minnsta kosti í bili, þegar liðið heimsækir KR í stórleik í Landsbankadeildinni. Birkir sagði við Vísi að það væri mikill spenningur fyrir leiknum. 10.7.2008 13:30
Zeljko hefur áhuga á að taka við HK Stjórn HK hefur hvorki haft samband við Magnús Gylfason né Zeljko Óskar Sankovic um að taka við þjálfun liðsins. Sá síðarnefndi sagði við Vísi að hann hefði áhuga á starfinu. 10.7.2008 12:47
Magni Fannberg næstur á blaði hjá HK-ingum? Torfi Ólafur Sverrisson, formaður hjá HK, vildi hvorki játa né neita þegar Vísir spurði hann að því hvort Magni Fannberg væri í viðræðum við félagið um að taka við sem þjálfari meistaraflokks félagsins. 10.7.2008 12:30
Mikill áhugi á Pálma Rafni Erlend félagslið hafa áhuga á Pálma Rafni Pálmasyni, miðjumanni Vals. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Stabæk í Noregi og Örebro í Svíþjóð væru bæði að sýna Pálma mikinn áhuga. 10.7.2008 11:35
Toppslagir í 1. deild í kvöld Það verða stórleikir í 1. deild karla í kvöld þegar 11. umferð hefst með þremur leikjum. Fjögur efstu lið deildarinnar mætast innbyrðis. 10.7.2008 11:30