Fótbolti

Þjálfari Úganda ráðinn til Hearts

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ungverjinn Csaba Laszlo er nýr knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts. Guðjón Þórðarson var um tíma orðaður við starfið.

Laszlo er 44 ára og hefur stýrt landsliði Úganda síðustu tvö ár. Áður var hann þjálfari Ferencváros og Borussia Mönchengladbach. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hearts.

Undir stjórn Laszlo hækkaði Úganda úr 167. sæti í 91. sæti á styrkleikalista FIFA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×