Fótbolti

Blatter stendur við orð sín

NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, ætlar ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann líkti knattspyrnumönnum nútímans við þræla.

Blatter lét þessi orð falla þegar hann var spurður úr í sápuóperuna í kring um Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og þá staðreynd að United vill ekki selja hann þrátt fyrir yfirlýstan áhuga leikmannsins á að fara til Real Madrid á Spáni.

Ummæli Blatter í gær hafa valdið fjaðrafoki í knattspyrnuheiminum, en Ronaldo sjálfur er til þessa eini maðurinn sem tekið hefur undir ummæli forsetans.

"Blatter mun ekki biðjast afsökunar á ummælum sínum að svo stöddu og meira viljum við ekki segja um málið," sagði talsmaður FIFA í dag þegar hann var spurður út í ummæli forsetans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×